fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

„Uppvakningur Angelinu Jolie“ laus úr fangelsi og sýnir loksins sitt rétta andlit

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. október 2022 11:00

Sahar Tabar var vön að birta svona myndir af sér á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glöggir netverjar muna eftir konunni sem var kölluð „uppvakningur Angelinu Jolie.“ Hún heitir réttu nafni Fatemeh Kishwand en gengst undir Sahar Tabar.

Sahar vakti heimsathygli fyrir nokkrum árum fyrir að nota farða og myndvinnsluforrit til að breyta andliti sínu fyrir samfélagsmiðla. Fylgjendahópur hennar stækkaði ört og héldu margir þetta ógnvekjandi andlit vera hennar eigið.

Hún var handtekin í Íran í október árið 2019 fyrir hegðun sína á Instagram og var í kjölfarið dæmd til tíu ára fangelsisvistar fyrir að „spilla ungu fólki, hvetja til ofbeldis og guðlast.“

Sahar, sem er 21 árs í dag, losnaði fyrir stuttu úr fangelsi og kom fram í viðtali til að ræða um útlit sitt á samfélagsmiðlum. Þetta var í fyrsta skipti sem hún sýndi sitt rétta andlit opinberlega.

Sahar Tabar í viðtalinu.

Hún viðurkenndi að hún hefur aldrei gengist undir fegrunaraðgerð og myndunum hafi verið breytt með myndvinnsluforriti.

Samfélagsmiðlastjarnan var í viðtali hjá ríkisrekinni sjónvarpsstöð og sagði að hún hafi viljað „vera fræg síðan ég var barn.“

„Það er auðvelt á netinu, miklu auðveldara en að verða leikkona,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að hún muni að öllum líkindum ekki fá sér Instagram forritið í síma sinn og alls ekki stofna nýja síðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“