fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Gói sviptir hulunni af sælureit fjölskyldunnar

Fókus
Þriðjudaginn 25. október 2022 14:39

Í þættinum Matur og heimili í kvöld fá áhorfendur að fylgjast með Góa garðframkvæmdum en er búinn að útbúa drauma sælureitinn fyrir fjölskylduna. Sjöfn Þórðar fylgist með ferlinum frá upphafi til enda. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld verður garður Guðjóns D. Karlssonar leikara, sem flestir þekkja sem Góa Karls, og fjölskyldunnar í forgrunni.

Flestum dreymir um að eiga garð sem uppfyllir óskir allra fjölskyldumeðlima og þegar Gói Karls og eiginkona hans fjárfestu í nýju húsi fyrir liðlega tveimur árum fylgdi nokkuð stór og gróinn garður sem var kominn í hálfgerða órækt og orðinn jafnframt dálítið villtur. Langaði hjónunum að endurgera garðinn og sníða af óskum fjölskyldunnar svo Gói tók til sína ráða og ákvað að drífa sig í verkið og hannaði sælureitinn með konu sinni og fór í framkvæmdirnar. Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi fær að fylgjast með framkvæmdunum frá upphafi til enda og sjá draumagarð Góa og fjölskyldunnar verða að veruleika.

Gói stækkaði pallinn sem fyrir var og styrkti með hita meðhöndluðu greni sem er pallaefni frá BYKO og hefur með því stækkað heimilið út og önnur stofa komin utandyra sem eykur notagildi heimilisins og skapar rómantíska stemningu.

Frá því í byrjun sumars hefur Sjöfn fylgst með Góa í framkvæmdum í garðinum og rétt fyrir fyrsta vetrardag náði Gói að ljúka framkvæmdum og sælureiturinn er kominn í fulla notkun fjölskyldunni til mikillar ánægju.

„Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta var að við vildum gera sælureit. Garð sem myndi stækka húsið og gefa okkur möguleika og skapa rými fyrir okkur fjölskylduna að njóta allan ársins hring. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera þetta sjálfur er í raun bæði af sparnaðar sjónarmiðum og líka því við vorum alveg með það á hreinu hvernig við vildum gera þetta,“ segir Gói.

Þegar Sjöfn spyr Góa hvernig framkvæmdirnar hafi gengið stendur ekki á svari hjá Góa. „Þetta gekk bara alveg sjúklega vel. Þetta tók í raun ekki langan tíma ef maður tekur út sumarfríið. Við fórum í útilegu og til útlanda. Ég er líka svo ánægður með alla þá sem hjálpuðu okkur,“ segir Gói sem er í skýjunum nýja garðinn sem þau kalla sælureitinn sinn.

Ómissandi að vera með útieldhús

Góa fannst það algjörlega ómissandi að vera með útieldhús og nýtur sín allra best þar. „Því ég er ástríðukokkur. Mér finnst gaman að nota dótið mitt, grillið, Muurika pönnuna mína og svo er nýi pitsaofninn frá Bakó Ísberg sem er algjör snilld. Það er dásamlegt að vera með borðpláss og þak og geta staðið við pitsaofninn eða grillið þó það snjói eða rigni,“ segir Gói.

Gói fer á kostum í útieldhúsinu og bakar pitsu fyrir Sjöfn á augabragði. Það má með sanni segja að Gói svipti hulunni af mörgum leyndum hæfileikum í þessum þætti, bæði listrænum hæfileikum sem smiður og í matargerðinni en matarástin slær líka í gegn nýja garðinum – það er ljóst að Gói er ekki bara leikari.

Missið ekki af áhugaverðum og skemmtilegum þætti þar sem við fáum að fylgjast með framkvæmdum Góa á draumagarði fjölskyldunnar, sælureitnum, frá upphafi til enda í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Hide picture