,,Ég elska kærustuna mína en verð að sofa á sófanum því það er svo vond lykt af henni,” segir ónafngreindur maður á umræðuvefnum Reddit
Parið var saman í þrjú ár áður en þau hófu sambúð sem hún hefur staðið í önnur þrjú ár. Segist hann aldrei hafa fundið af henni henni vonda lykt áður en sambúðin hófst. Kærastan neitar að fara í sturtu nema mesta lagi á tveggja vikna fresti.
Stundum aðeins einu sinni í mánuði.
Spyr hann lesendur hvað í ósköpunum hann eigi að gera til að fá kærustuna til að þrífa sig oftar.
Maðurinn minnist ekki á hvers vegna hann telji að kærastan hafi þessa óbeit á sturtum.
,,Auðvitað fann ég öðru hverju svitalykt og kannski var hárið einstaka sinni skítugt á þegar við vorum að ,,deita” en það er bara eðlilegt. Sennileg vildi hún líta vel út áður en við hittumst eða fórum eitthvað saman.”
Maðurinn segir að eftir nokkurra mánuða sambúð hafi hann gefist upp á að sofa í sama rúmi og kæró og flutt sig yfir í sófann. Hann gat ekki sofið fyrir fnyk sem hann segir einfaldega ógeðslegan.
Hann segist oft hafa reynt að ræða þetta við kærustuna í þeirri von um að hún farið að þrífa sig oftar en án árangurs.
Hann segir kærustuna bara verða reiða, sama hvað hann fari fínt í málið. ,,Yfirleitt segir hún að ég sé með yfirgangsemi og frekju og síðan fer hún að gráta.”
Maðurinn spyr lesendur hvernig hann geti nálgast málið því hann fái alltaf samviskubit þegar hún fer að gráta.
Fjöldi lesenda hefur svarað manninum og segja flestir að hann eigi ekki að vera með samviskubit.
„Jafnvel þeir sem forðast kemísk efni geta farið í sturtu. Og flestir geta farið í sturtu á 3-4 daga fresti. Persónulega líður mér ógeðslega á þriðja degi sem gerist einstaka sinnum því ég á þrjú lítil börn. Tvisvar í mánuði er ekki boðlegt,” svarar ein konan.
Annar svarar að hann fari í sturtu tvisvar á dag, á morgnana og fyrir svefninn. ,,Ég get ekki einu sinn ímyndað mér hversu viðbjóðslega skítug konan er ef hún fer þetta sjaldan í sturtu.
,,Þetta er ógeð. Hún ætti að fara í sturtu annan hvern dag eins og venjulegt fólk gerir. Það er í lagi að hún þvoi sér ekki um hárið, sumir gera það ekki og eru mjög ánægðir með hárið á sér. En hún þarf að þrífa á sér skrokkinn,” segir enn einn.
Aftur á móti var fátt um ráð hvernig hann ætti að nálgast umræðuna við kærustuna, eins og aumingja maðurinn var í raun að gera.