Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, hafa sett einbýlishúsið í Garðabæ aftur á sölu.
Þau settu það fyrst á sölu í ágúst en eignin var skráð að nýju á fasteignavefi fyrr í dag.
Arnar Grant og Kristín skildu í apríl 2022 eftir um átta ára hjónaband.
Í gær var greint frá því að Arnar væri fluttur inn með kærustu sinni, Vítalíu Lazreva, og þau búi saman í íbúð í Garðabæ.
Sjá einnig: Arnar og Vítalía flutt inn saman
Hús Arnars og Kristínar er 293 fermetrar að stærð og er við Súlunes í Garðabæ og var byggt fyrir rúmlega þremur áratugum.
Sjö herbergi eru í húsinu, þar af þrjú svefnherbergi. Bílskúrinn er frístandandi og rúmlega 61 fermetrar að stærð. Eignin stendur á 1118 fermetra lóð á eftirsóttum stað með sjávarútsýni.
Fyrrverandi hjónin óska eftir tilboði í eignina en fasteignamat er 119,7 milljónir.
Hér getur þú skoðað húsið í þrívídd.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.