fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Slaufaði sambandinu við eina frægustu leikkonu heims því hann óttaðist að hún yrði fyrri til

Fókus
Sunnudaginn 23. október 2022 14:16

Matthew Perry Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Matthew Perry, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í sjónvarpsþáttunum Friends, greinir frá því að hann hafi slaufað sambandinu sínu við stórleikkonuna Juliu Roberts útaf eigin óöryggi. Hann var sannfærður um að hún myndi ekki geta hugsað sér samband við hann og ákvað því að verða fyrri til.

Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Perry sem ber heitið Friends, Lovers And The Big Terrible Thing en þar fer leikarinn yfir feril sinn og því sem var á gangi bak við tjöldin á meðan þættirnir vinsælu voru í loftinu.

Í bókinni kemur fram að samband leikaranna hafi hafist þegar framleiðendur þáttanna vildu ólmir að Roberts færi með gestahlutverk árið 1995. Leikkonan heimsfræga var mikill aðdáandi þátttanna og þá sérstaklega karaktersins Chandler Bing. Lét hún í ljós að hlutverk í þáttunum kæmi aðeins til greina ef að persóna hennar ætti í einhverskonar sambandi við hinn taugaveiklaða en hnyttna Bing. Til þess að landa samningnum báðu framleiðendurnir Perry um að hafa samband við Roberts og sannfæra hana endanlega.

„Ég sendi henni þrjár tylftir af rauðum rósum og fallegt kort með skilaboðunum: „Það eina sem er meira spennandi en að þú takir að þér gestahlutverk í þáttunum er að ég hef loksins afsökun til að senda þér blóm“,“ segir sjarmörinn.

Roberts hafi samþykkt að taka að sér hlutverkið um leið og sendi Perry fullt af beyglum að gjöf.

Þá fór í hönd þriggja mánaða tímabil þar sem að parið daðraði í gegnum samskiptatækni sem dáið hefur hratt út, blessað faxið.

„Þrisvar til fjórum sinnum á dag þá sat ég fyrir framan faxtækið mitt og fylgdist með nýjustu skilaboðum hennar birtast á pappírnum. Ég var svo spenntur að sum kvöld var ég kannski í partýi að daðra við einhverja fallega konu en slaufaði því samtali í hvelli til þess að flýta mér heim og kanna hvort að nýtt fax hefði borist. Í níu af hverjum tíu tilvikum var það raunin,“ segir Perry.

Að lokum heimsótti Roberts Perry og þá hófst skammvinnt ástarsamband þeirra. „Það að vera í sambandi við Juliu Roberts reyndist mér um megn. Ég var alltaf viss um að hún myndi segja mér upp. Af hverju ætti hún ekki að gera það? Ég var ekki nóg, ég gæti aldrei verið nóg. Ég var brotinn, beygður og það var ekki hægt að elska mig,“ segir Perry í bókinni. Í stað þess að þurfa að þola hina óumflýjanlegu eymd að missa af ástinni sinni hafi hann ákveðið að vera fyrri til.

Í bókinni er minnst á fleiri ástarsambönd Perry við frægar leikkonur og fyrirsætur, meðal annars að hann og Gwyneth Paltrow hafi kelað í partýi einu á þessum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“