Leikarinn geðþekki Keanu Reeves kom spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon rækilega á óvart á dögunum.
Heimildarmenn PageSix segja að Jimmy hafi nýlega verið á veitingastað á hóteli í Beverly Hils að taka upp þátt sem hann er með sem kallast That’s My Jam. Þar hafi Jimmy rekið augun í Keanu sem var að borða á sama stað.
Heimildarmaður lýsti því sem gerðist svo: „Jimmy sagði hæ við [Keanu og félaga] og sendi þeim olívur frá borði sínu. Keanu brást þá við með því að senda Jimmy ís með kerti og fékk allan staðinn til að syngja afmælissönginn“
Jimmy átti afmæli í síðasta mánuði.
Eftir að borða ísinn hafi Jimmy staðið upp og sungið Bítlalagið Hey Jude og Keanu kom og söng með í þeim hluta lagsins þar sem segir Na na na.
Keanu er sagður hafa verið að veitingastaðnum með kærustu sinni Alexöndru Grant og einni af systrum sínum.