fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fókus

Svona kom Keanu Reeves Jimmy Fallon rækilega á óvart

Fókus
Fimmtudaginn 20. október 2022 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn geðþekki Keanu Reeves kom spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon rækilega á óvart á dögunum.

Heimildarmenn PageSix segja að Jimmy hafi nýlega verið á veitingastað á hóteli í Beverly Hils að taka upp þátt sem hann er með sem kallast That’s My Jam. Þar hafi Jimmy rekið augun í Keanu sem var að borða á sama stað.

Heimildarmaður lýsti því sem gerðist svo: „Jimmy sagði  við [Keanu og félaga] og sendi þeim olívur frá borði sínu. Keanu brást þá við með því að senda Jimmy ís með kerti og fékk allan staðinn til að syngja afmælissönginn“

Jimmy átti afmæli í síðasta mánuði.

Eftir að borða ísinn hafi Jimmy staðið upp og sungið Bítlalagið Hey Jude og Keanu kom og söng með í þeim hluta lagsins þar sem segir Na na na.

Keanu er sagður hafa verið að veitingastaðnum með kærustu sinni Alexöndru Grant og einni af systrum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir