Finnarnir kunna að njóta lífsins og má þar í landi finna gufuklefa, eða sauna, í nánast hverju húsi. Sá siður hefur ekki náð útbreiðslu hér á landi þó veðurfarið á veturna kalli þó eiginlega eftir því. Því er ferskandi að sjá til sölu eignir þar sem bætt hefur verið úr þessum misbresti.
Eins lík eign er nú til sölu í Klyfjaseli í Breiðholti en núverandi eigandi hefur komið upp prýðisaðstöðu á jarðhæðinni þar sem hægt er að fara í ljós, stunda líkamsrækt og fara í gufu.
Þar fyrir utan er um hið glæsilegast hornhús í Seljahverfi að ræða sem búið er að endurnýja nokkuð. Ekki skemmir svo fyrir 150 fermetra sólpallurinn þar sem finna má heitan rafmagnspott og nýlegt garðhús.
Gengið er inn á jarðhæð í forstofu. Á þeirri hæð fá finna svefnherbergi, saunaklefa, ljósabekk, sturtuklefa og svo er hægt að ganga þaðan inn í bílskúr.
Á miðhæð má svo finna gott eldhús, þvottahús, búr og er þaðan útgengt á risa sólpallinn. Þar má einnig finna nýstandsetta gestasnyrtingu, annað svefnherbergi og samliggjandi stofu og borðstofu.
Á efstu hæðinni eru fjógur svefnherbergi og lítið herbergi sem er hægt að nota í ýmsum tilgangi. Þar má svo fina baðherbergi og er gott geymsluris yfir hæðinni.