fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Fossgerði við Selá það besta og þægilegasta í heimi

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 18. október 2022 16:17

Sjöfn hittir Gísla Ásgeirsson rekstrarstjóra sem opnar dyrnar og leyfir Sjöfn að skyggnast inn í heim veiðimannsins við Selá sem er sannkallaður draumaheimur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar veiðihúsið Fossgerði við Selá á Austurlandi. Selá er ein þekktasta laxveiðiá landsins, sem kemur upp af hálendinu ofan byggða í Vopnafirði og fellur til sjávar í firðinum.

Aðbúnaður við Selá er allur eins og hann getur best orðið við veiðiá. Fossgerði er nýlegt og stórglæsilegt veiðihús stendur við ána og er það með öllum þægindum eins og á góðu 5 stjörnu hóteli. Búið er að fara í gagngerar endurbætur innanhúss auk þess að búið er að bæta við auka svítu eða í raun íbúð með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér í náttúruparadís sem þessari.

Sjöfn hittir Gísla Ásgeirsson rekstrarstjóra sem opnar dyrnar og leyfir Sjöfn að skyggnast inn í heim veiðimannsins við Selá sem er sannkallaður draumaheimur. Gísli segir að vandað hafi verið til verka og hugsað fyrir hverju smáatriði þegar farið var í endurbæturnar.

„Húsið er hannað af Helga Hjálmarssyni en val á munum og fyrirkomulagi að innan sá Nadine Bartholimew frá Noam arktiektum í London. Allt kapp var lagt á fella og staðsetja húsið í umhverfið með þeim hætti að það sæti í landslaginu eins og það ætti þar heima. Rekstur á húsinu miðar að því að menga sem minnst og helst ekkert. Affallsvatn frá sundlauginni er notað til húshitunar, matur úr nærumhverfi, umhverfisvæn þvottaefni og hreinsivörur, og húsið að einhverju leyti hannað með þetta í huga,“ segir Gísli.

Þegar Sjöfn biður Gísla að lýsa upplifuninni að vera í Fossgerði var Gísli fljótur að svara: „Besta og þægilegasta í heimi.“

Það er ekki bara híbýlin sem laða að og ylja, það er líka þjónustan og matargerðin sem er framúrskarandi. Þar standa vaktin Jóhann Gunnar Arnarson bryti, lífskúnstner og matgæðingur með meiru betur þekktur sem Jói Bötler og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir framreiðslumeistari. Þau eru annáluð fyrir að vera einstakir gestgjafar og bjóða þau upp á matarupplifun fyrir gesti veiðihússins sem á sér enga líka.

„Vði elsku að vera hér í veiðihúsinu og dekra við gesti okkar. Við erum svo heppin að hafa hágæða hráefni hér í nærumhverfinu sem við getum boðið upp á og svo er dásamlegt að vera hér í sveitinni,“ segja þau Jóhann og Kristín sem eru ávallt kölluð Jói og Kiddý,

„Hér gerast töfrarnir og hér fara líka gestirnir á trúnó, það er eitthvað við umhverfið sem veitir vellíðan og afslöppun,“ segir Jói og brosir.

Missið ekki af einstöku innliti í Fossgerði í þættinum Matur og heimili í kvöld á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins:

video
play-sharp-fill

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture