fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusViðtalið

Kolbrún tók eina bestu ákvörðun lífsins – „Ég þurfti að finna hugrekkið til að opinbera mig“

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 16. október 2022 16:47

Kolbrún Dögg Arnardóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Dögg Arnardóttir segir árið 2022 hafa verið ár þolprófana á andlega endurhæfingu sína, þar sem hún varð fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Hún opnar á morgun myndlistarsýninguna #elskaþessaendurhæfingu í hjólageymslu félagslegu blokkarinnar sem hún býr í. Kolbrún er hér í einlægu viðtali þar sem hún segir frá vegferð sinni í tveggja ára endurhæfingu sem samtvinnast myndlistinni og er sýningin hápunktur hennar.

„Ég fór í kulnun fyrir nokkrum árum og var þá algjörlega hætt að sinna myndlistinni sem ég hef alltaf elskað. Púkinn á öxlinni sagði við mig að ég gæti ekkert og kynni ekkert, ekki einu sinni að teikna Óla Prik.“ Myndlistin hafði alltaf gefið Kolbrúnu mikið en á þessum tímapunkti gat hún ekki tekið upp pensil vegna vanlíðunar.

„Það er búið að vera þröngt í búi hjá okkur í mörg ár. Ég er öryrki, bý hjá Félagsbústöðum og allar tekjur sem koma inn á heimilið hafa skert bæturnar. Ég var andlega búin að fá nóg, hafði ekki áhuga á neinu og bara gat ekki meir. Ég sá ekki tilgang í að taka þátt í þessu lífi, var farin að fá myndbirtingar um sjálfsvíg og það hræddi mig,“ segir Kolbrún.

Ein besta ákvörðunin

Hún var síðan einu sinni sem oftar að sækja sér mataraðstoð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar þegar einn félagsráðgjafinn þar gaukaði að henni bæklingi um námskeiðið „Stattu með sjálfri þér – Virkni til farsældar“. Um er að ræða tveggja ára námskeið sem er ætlað konum sem búa við örorku og eru með börn á framfæri.

Kolbrún segist í fyrstu hafa fundist tvö ár mikil skuldbinding og bæklingurinn fór bara í veskið hennar án þess að hún skoðaði hann. Félagsráðgjafinn hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hafi síðan hringt, kona sem þekkti til Kolbrúnar vegna þess hversu oft hún kæmi að sækja sér mataraðstoð, og hvatt hana til að skrá sig á námskeiðið. „Ég ákvað þá bara í blindni að segja já. Þetta er einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið.“

Í gegn um árin og áratugina hefur Kolbrún sótt sér aðstoð víða. Hún hefur til að mynda farið á Reykjalund, Hringsjá, Kvennasmiðjuna og í áfallameðferð á Kleppi. Aldrei hafi hún hins vegar upplifað jafn mikinn kærleik og jafn mikið utanumhald, og hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

Kolbrún Dögg Arnardóttir. Mynd/Ernir

Þora að hlæja

„Þetta er mjög alhliða endurhæfingarnámskeið. Það er fjallað um sjálfstyrkingu og áfallasögu, við fáum ýmsa fræðslu, til að mynda um fjármál og uppeldi. Það er nægur tími fyrir fjölbreytilega fræðslu því þetta prógramm er í gangi einu sinni í viku í tvö ár. Edda Björgvins kom til að rífa okkur út úr kassanum okkar og kenna okkur að þora að hlæja. Þetta er síðan alveg ókeypis. Við vorum annar eða þriðji hópurinn sem fór í gegn um prógrammið þannig að þetta er frekar nýtt af nálinni.“

Upphaflega hafi hópurinn samanstaðið af tuttugu konum en nokkrar helst úr lestinni „því lífið gerist,“ segir hún.

Dagskrá námskeiðsins hafi alls ekki verið niðurnegld þegar það byrjaði heldur fóru fyrstu tímarnir í að fara yfir þarfir og óskir þeirra kvenna sem höfðu skráð sig.  Konurnar hafi síðan verið með spjallhóp á netinu þar sem þær gátu talað saman á milli tíma.

Mikið utanumhald og hlýja

„Ég hef aldrei upplifað svona mikla hlýju og að það sé svona vel hlustað á okkur. Þær heita Vilborg, Júlía, Helena og Lovísa sem sjá um þetta hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og þær sýndu okkur svo mikla manngæsku. Okkur var öllum mætt á þeim stað sem við vorum og ef við hrundum niður og hættum að mæta höfðu þær samband og hvöttu okkur til að koma aftur.“

Kolbrún nefnir sem dæmi að sérstaklega hafi verið vel haldið utan um þær yfir jólin og þegar komið var á seinna árið hafi þær mátt fara á námskeið að eigin vali. „Ég valdi að fara á námskeið hjá Myndlistarskóla Kópavogs. Það vildi síðan þannig til að sú sem hélt utan um námskeiðið er Sara Vilbergsdóttir sem var með mig í listþerapíu á BUGL í gamla daga sem gerði þetta enn skemmtilegra.“

Í alvarlegri þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu

Í upphafi námskeiðsins hjá Hjálparstofnun kirkjunnar hafi verið gerðar ýmsar mælingar hjá þátttakendum, svo sem á þunglyndi, kvíða og lífsgildum. Þessar mælingar hafi síðan verið endurteknar reglulega á námskeiðistímanum og loks aftur í lokin. Kolbrún segir það hafa verið ánægjulegt að sjá allar mælingar verða jákvæðari samhliða minna þunglyndi og meiri bjartsýni.

„Þegar ég hóf þetta námskeið var ég í alvarlegri þjónustuþörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Ég upplifði vonleysi og fannst mér allar bjargir bannaðar.“

Hjá Hjálparstofnun kirkjunnar var mælt með því að hún skoðaði geðheilsuteymi heilsugæslunnar.

Geðheilsuteymið er ætlað þeim sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum og þurfa umsóknir að fara í gegn um starfsfólk heilbrigðis- eða velferðarþjónustu. Þjónustan er þverfagleg og veitt ýmist með heimavitjunum eða viðtölum í húsnæði teymisins en þar starfa til að mynda sálfræðingar, félagsráðgjafar og iðjuþjálfi.

Kolbrún segir að þetta sé eins konar „one stop shop“ þar sem alhliða þjónusta sé veitt. „Ég held að margir viti ekki af þessum möguleika. Þarna er farið yfir mataræði, hreyfingu, grunnþarfir okkar, ég fékk kort í ræktina í gegn um teymið og flýtimeðferð á ADHD-greiningu þar sem geðlækir fór með mér í gegn um stillingu á lyfjum.“

Hún segist hafa fengið ADHD-greiningu fyrir fjölda ára en sá læknir hafi síðan hent öllum gögnum þegar hann lét af störfum og greining þeirra sem voru hjá honum þar með „ónýt.“ Því hafi hún þurft nýja greiningu til að fá lyf.

Dáleiðslan snarvirkaði

„Ég vissi að ég var með bullandi ADHD en hafði aldrei viljað prófa lyf. Þarna ákvað ég að ég hefði engu að tapa og ákvað að taka öllu sem mér var boðið.“

Hjá geðheilsuteyminu hafi hún verið með málastjóra sem hafi verið eins konar umferðarstjóri og sagt henni hvert hún ætti að fara næst, og skipulagt dagskrá fyrir hana. Það hafi verið virkilega gagnlegt.

„Þarna prófaði ég í fyrsta skipti dáleiðslumeðferð, djúpvitundarmeðferð. Þetta var eins og að endurræsa harða drifið og henda út öllum rusl-kökunum sem þurftu ekki að vera þarna. Ég fann fljótt hvað þetta virkaði vel. Þetta voru 90 mínútna tímar þar sem ég var með augun lokuð í 70 mínútur. Þó þetta kallist dáleiðsla þá var ég með fulla meðvitund allan tímann. Ég hafði í fyrstu enga trú á þessu, svo það sé sagt. Ég hélt að ég væri að fara til einhver dáleiðslukarls sem lætur mann gagga og gelta. Mér fannst þetta smá kjánalegt fyrstu tvo tímana en ég komst yfir það og þetta þrælvirkaði gegn minni áfallastreitu.“

Fall af bleika skýinu

Kolbrún útskýrir að þetta fyrirkomulag hafi hentað henni einstaklega vel, að hafa verið á námskeiðinu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í heilt ár áður en hún byrjaði hjá geðheilsuteyminu. „Ég var búin að fá góðan undirbúning og tilbúin til að taka við alvöru meðferð. Ég hef alltaf náð árangri en alltaf svo stutt, árangurinn hefur aldrei enst. Ég hef verið á bleiku skýi í tvo til þrjá mánuði en svo dett ég aftur niður. Ég náði mér aldrei almennilega á strik. En þarna var ég í heildina prógrammi í tvö ár, þar af tæpt ár hjá geðheilsuteyminu. Seinni hlutann var ég þannig í tvöföldu kerfi. Þetta var nógu langt fyrir mig til að ná að setja undir mig fæturna til að geta tekist á við næstu spörk frá lífinu.“

Þegar verið var að setja upp endurhæfingarprógrammið hjá geðheilsuteyminu var ákveðið að reka Kolbrúnu ekki strax út í göngutúra sem hún var ekki tilbúin í og hafði takmarkaðan áhuga á, heldur var ákveðið að setja myndlistina í forgrunn. Tvisvar í viku átti hún að setjast við borðið sitt, laga til í aðstöðunni og fikta í litunum þar til hún myndi finna löngun til að mála á ný. Þetta skotgekk og hún þurfti ekki nema tvö kvöld til að vera komin í gang.

Kolbrún Dögg Arnardóttir. Mynd/Ernir

Alltaf að finna upp málverkið

„Frá maímánuði til áramóta, þegar ég útskrifaðist úr geðteyminu liðu 130 málverk, takk fyrir. Ég fór ekki bara í gang heldur á yfirsnúning, eins og ADHD-fólki eru einu lagið.“

Kolbrún málar abstrakt-verk þar sem hún segist alltaf vera að finna upp hjólið, alltaf að finna upp pensilinn, alltaf að finna upp málninguna. „Ég er einn daginn að mála með akrílmálningu sem er vinsælasta litarefnið. Næsta daginn er ég síðan kannski að mála með akríl blandaðri við lím og sag, eða akríl blandaðri við lím og sand, eða gifs. Ég leik mér að alls konar efnablöndum. Vegna athyglisbrestsins er ég alltaf að reyna að finna mér eitthvað nýtt.“

Þegar kom að námskeiðinu hjá Myndlistarskóla Kópavogs var Kolbrún þegar búin að endurheimta hluta af sjálfstrausti sínu og búin að kynnast sjálfri sér upp á nýtt.

Og nú þegar hún var komin með öll þessi málverk langaði hana mikið að halda sýningu. Í gegn um endurhæfinguna deildi hún myndum af málverkunum sínum á Facebook með merkingunni #elskaþessaendurhæfingu og það er einmitt heiti sýningarinnar sem hefst á morgun: #elskaþessaendurhæfingu.

„Hvers virði er ég?“

„Ég hef síðastliðið ár verið að leita að rými undir sýninguna sem ég myndi ráða við fjárhagslega og væri nógu stórt fyrir öll verkin en hef ekkert slíkt fundið. Ég var orðin úrkula vonar þegar ég fékk þá hugmynd að halda sýninguna í hjólageymslunni í blokkinni minni. Ég talaði við nágrannana og þeim leit öllum strax vel á hugmyndina og veittu mér samþykki. Ég er núna búin að taka allt út úr hjólageymslunni og þrífa hana hátt og lágt þannig að hún yrði að sómasamlegu sýningarrými.“

Hún segir það hafa verið stökk út í djúpu laugina að halda þessa sýningu. „Ég þurfti að finna hugrekkið til að opinbera mig. Sum verkin eru góð en önnur ekki eins góð, og það er allt í lagi. En þetta er líka sölusýning og það var lærdómur að verðleggja sig sem listakonu. Þarna þurfti ég að svara spurningunni Hvers virði er ég? Ekki bara tíminn minn heldur hvers virði eru mín listaverk. Sumir segja að ég verðleggi þau of lagt en ég vil frekar byrja þannig, ná að selja einhver verk og hafa þá efni á að halda áfram.“

Sýningin opnar klukkan 17:00 í Þorkláksgeisla 9 í Reykjavík á mánudag og stendur þann daginn til klukkan 20:00.

„Ég verð með fyrirpartí klukkan 16 fyrir bæði endurhæfingarteymin mín, stelpurnar sem fóru með mér í gegn um þessa vegferð.“

Sýningin verður síðan opin frá klukkan 12.00-20:00 þriðjudag til sunnudagsins 23. október.

„23. október er fæðingardagur ömmu minnar sem lést fyrr á þessu ári. Hún var kletturinn minn í gegn um lífið og þessi dagur hefur því mikla merkingu fyrir mér. Amma Stella var vinkona mín, mamma mín, frænka mín, amma mín.“

Röð áfalla

Kolbrún segist spennt fyrir því að halda sýninguna á þessu ári þolprófana á endurhæfinguna. „Ég hef orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Amma féll frá í ársbyrjun. Pabbi lenti í alvarlegu slysi í vor þegar hann féll fram af húsþaki og braut báða fótleggi. Nokkrum dögum áður hafði sonur minn lent í fimm bíla árekstri. Mánuði seinna dó hundurinn minn skyndilega, Labradorinn minn til ellefu ára. Maðurinn minn er búinn að vera tekjulaus mánuðum saman vegna skerðinga sem hann varð fyrir þegar hann færðist af endurhæfingu yfir á örorku.“

En Kolbrún er staðráðin í að halda í sjálfstraustið og orkuna sem þessi endurhæfing veitti henni, og ekki síst endurnýjuð kynni hennar við góðvinkonu hennar myndlistina. „Púkinn á öxlinni talar enn stundum við mig en ég er núna búin að læra að tala við hann til baka.“

Hér má nálgast frekari upplýsingar um sýninguna #elskaþessaendurhæfingu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana

Fleygði óvart hundrað milljörðum króna á haugana – Nú vill hann reyna að endurheimta peningana
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum