Á sextán ára tímabili, á fimmta og sjötta áratug síðust aldar, var New York í heljargreipum ótta. Á þessu tímabili var 33 sprengjum komið fyrir víða á stöðum þar sem almenningur safnaðist saman, til að mynda í kvikmyndahúsum, bókasöfnum og lestarstöðvum.
Mörgum af sprengjunum var komið fyrir í byggingum í eigu fyrirtækisins Consolidated Edison, sem var, og er, risastórt í orkusölu.
Af þeim 33 sprengjum sem komið var fyrir sprungu 22 en til allrar hamingju lést enginn en 15 manns slösuðust, margir afar illa.
Hringdi og lét vita
Sprengjumaðurinn hringdi oft, en þó ekki alltaf, ýmist í lögreglu eða fjölmiðla til að láta vita að hann hefði komið fyrir sprengju. Hann lét þó aldrei neitt uppi um staðsetningu sem olli skelfingu þegar að lögregla hóf að rýma svæði hefja leit þar sem líklegt var talið að falin hefði verið sprengja.
Þær fáu sprengju sem fundust voru engin meistaraverk, fyllt venjulegu byssupúðri og kveikt á með ódýru vasaúri.
Lögregla var ráðalaus og sneri sér til afbrotafræðings í þeirri von að þeir gætu haft hugmynd um hver væri að verki. Var um að ræða með fyrstu málum þar sem sérhæfðir atferlisfræðingar voru fengnir til aðstoðar við lausn sakamála.
Leitað til sálfræðinnar
Sérfræðingurinn sagði sprengjumanninn vera af austur-evrópskum uppruna, hann hefði starfað hjá Consolidated Edison en líklega verið rekinn þaðan. Reiði hans stafaði af uppsögninni og því væri stór hluti af sprengjunum staðsettum í húsnæði sem annaðhvort var í eigu fyrirtækisins eða með starfssemi þar.
Daginn eftir að sérfræðingurinn skilaði skýrslu sinni sendi lögregla sprengjumanninum skilaboð í gegnum blaðið New York Journal American, sem sprengjumaðurinn hafði haft samband við oftar en aðra miðla. Biðlaði lögregla til hans að gefast upp. Svaraði sprengjumaðurinn með bréfi þar sem hann sagðist gjarnan vilja hætta en ekki fyrr en hann væri búinn að eyðileggja Con Edison.
Var svar hans birt í blaðinu og nokkrum dögum síðar sendi hann annað bréf til blaðsins.
Játningin
Viðurkenndi hann að vera fyrrverandi starfsmaður Con Edison sem hefði slasast við störf sín. Skrifstofumaður hjá Con Edison sjá bréfið og fór í kjölfarið í gegnum starfsmannaskýrslur. Þar fann hann skýrslu um mann að nafni George Metesky sem hafði orðið fyrir slysi við störf hjá fyrirtækinu.
Hann hafði fengið 26 vikur í launað sjúkrafrí en verið sagt upp þegar hann fór fram á lengra sjúkraleyfi. Fyrirtækið neitaði því ekki að hugsanlega ætti hann rétt á lengra leyfi en hann hefði sótt um framlenginguna of seint. Í kjölfarið fóru fram töluverð bréfaskriftir á milli fyrirætkis og Metesky.
Skrifstofumaðurinn fór með öll gögnin til yfirvalda og komust sérfræðingar lögrelgu að því að orðanotkun bréfa Metesky og bréfanna frá sprengjumanninum var afar svipuð.
Metesky var handtekinn og játaði fljótlega að vera sprengjumaðurinn og var borgurum New York afar létt.
Brosið sem hræddi
Ákveðið var að leyfa fjölmiðlum aðgengi að ,,brjálaða sprengjumanninum” eins og hann var kallaður í fjölmiðlum og var þessi mynd tekinn af Judd Mehlman, ljósmyndara hjá New York Daily News.
Þrátt fyrir bros Metesky vakti myndin vakti mikinn óhug hjá almenningi og þótti svipur hans lýsa hreinni og klárri geðveiki. Dómstólar voru sammála og var Metesky komið fyrir á stofnun fyrir einstaklega hættulega ofbeldismenn með geðræn vandamál.
Svo virðist sem Metesky hafi sætt sig fullkomlega við örlög sín. Dvaldi hann á stofnnunni án þess að til nokkurra vandræða kæmi allt til þar hann lést, niræður að aldri.