fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Joe fann hinn fullkomna felustað fyrir líkin – Hakkaði fórnarlömb sín og seldi ,,bæjarins bestu hamborgara“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 14. október 2022 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joseph ,,JoeRoy Metheny var dæmdur fyrir tvö morð, þar af fékk hann dauðadóm árið 1998 fyrir annað þeirra. Síðar sönnuðust á hann þrjú til viðbótar. Sjálfur hafði hann aðra sögu að segja. 

,,Ég er mjög veikur einstaklingur,” sagði Joe við lögreglu eftir handtöku. Það átti samt engin von á þeirri hryllingssögu sem Joe sagði hinn rólegasti við yfirheyrslur. Hinar nákvæmu lýsingar Joe á voðaverkum sínum átti eftir að valda jafnvel harðsnúnustu lögreglumönnum martröðum til lengri tíma.

Myrti og sundurlimaði

Við yfirheyrslur lýsti Joe í smáatriðum hvernig hann nauðgaði, myrti og sundurlimaði vændiskonur og heimilislaust fólk. Ekki nóg með það, heldur skar Joe hluta af fórnarlömbunum og át.

Og til að bæta gráu ofan á svart hakkaði hann kjöt af fórnarlömbum sínum og seldi saklausum vegfarendum hamborgara úr kjötinu úr sölubás sem hann kom sér upp þjóðveginn.

Alls kvaðst Joe hafa myrt þrettán manns. En að hann hefði afsökun.

Satt og logið

Joe Metheny fæddist 1955 og átti erfiða barnæsku. Faðir hans var forfallinn alkóhólisti sem beitti fjölskyldu sína ofbeldi en lést í bílslysi þegar að Joe var sex ára. Móðir hans vann sem afgreiðslumanneskja, barþjónn og bílstjóri til að sjá fyrir börnum sínum sex. Hún var því sjaldnast heima og sagði Joe að hún hefði reglulega sent börn sín til vandalausra þar sem þau hefði oftar en ekki orðið fyrir illri meðferð.

Joe sagði móður sína látna sem ekki reyndist rétt, lögregla hafði upp á henni og sagðist hún vissulega hafa þurft að vinna mikið til að sjá fyrir barnaskaranum en þau hefðu aldrei skort neitt og þvertók hún fyrir að hafa sent Joe eða systkini hans til ókunnugra.

Hún sagði Joe hafa verið rólegt barn, afar góðan námsmann, mjög kurteisan og aldrei hafa sýnt af sér neina ofbeldishegðun. Sagði hún son sinn geta sjálfum sér um kennt að enda sem dæmdur morðingi og fjöldamorðingi í ofanálag.

Rólegu árin

Joe gekk í herinn þegar hann var 18 ára. Sagðist Joe hafa verið sendur til Víetnam og orðið þar háður heróíni. Móðir hans sagði það bull og vitleysu, hann hafa klárað sína þjónustu í Þýskalandi og aldrei farið til Víetnam.

Bandaríski herinn staðfesti aldrei af eða á hvort saga Joe vær sönn.

Joe missti allt samband við fjölskyldu sína eftir að hann hætti í hernum og kenndi móður hann eiturlyfjaneyslu hans um.

Joe vann alls kyns verkamannavinnu, var lengi vel við störf í timburverksmiðju auk þess að keyra vörubíl. Hann hafði alltaf stór og mikill, vel yfir 180 sentimetra og rúmlega 200 kíló og fékk því í kaldhæðni viðurnefnið ,,Tiny” eða sá litli í grófri þýðingu. 

Allt virtist ganga svona nokkuð þokkalega hjá Joe þar til árið 1994, þegar hann var orðinn 39 ára gamall.

Leitin að kæró

Hann bjó þá með kærustu sinni og sex ára syni þeirra í Baltimore. Hann var að vinna sem trukkabílstjóri og var oft að heiman svo vikum skipti.

En í eitt skiptið sem hann kom heim var kærastan horfin. Og einnig barnið.

Bæði Joe og kærastan áttu við eiturlyfjavanda að stríða og Joe var viss um að hún hefði stungið af með neyslufélaga. Hann eyddi mörgum sólarhringum í að ganga um skuggasvæði Baltimore borgar í leit að þeim, fór í þekkt eiturlyfjabæli, áfangahús, tjaldbúðir heimilislausra og leitaði undir brúm þar sem fíkniefnasala fór oft fram.

Joe sagðist síðar hafa misst vitið við leitina að sinni týndu fjölskyldu.

Fyrstu morðin

Hann ræddi við tvo heimilislausa menn undir brú nokkurri og var hann viss um að þeir vissu um viðverustað kærustunnar. Þeir kváðust ekki hafa glóru um það en Joe var það óður að hann myrti þá báða með exi sem hann hafði meðferðis.

Þegar að Joe var að ganga frá morðstaðnum sá hann fiskimann sem var að gera út bát sinn og grunaði Joe að hann hefði orðið vitni að morðunum. Svo hann myrti fiskimanninn líka. Svona til öryggis. Joe leið vel eftir morðin, betur en í langan tíma, og vissi að hann vildi gera meira af slíku.

Jos vísar lögreglu á staðinn þar sem gróf afgangana af fórnarlömbum sínum.

Lögregla var snögg að handtaka Joe fyrir morðið á heimilislausu mönnunum undir brúnni og eyddi hann átján mánuðum í fangelsi meðan hann beið eftir réttarhöldum.

Joe var aftur á móti sýknaður þar sem hann hafði hent líkunum í á nokkra rétt við brúna og fundust þau aldrei.

Hinn fullkomni felustaður

Dvölin í steininum hafði aðeins eflt Joe í löngun sinni, annars vegar til að finna kærustuna, og hins vegar til drápa. Fljótlega eftir sýknudóminn myrti hann tvær vændiskonur eftir að hafa yfirheyrt þær um hvar kærustuna væri að finna, Sem aumingja konurnar höfðu ekki hugmynd um.

Joe hafði naumlega sloppið við dóm þar sem líki heimilislausu mannanna fundust aldrei og vissi að lykillinn að frelsinu væri að láta engin lík finnast.

Fyrst íhugaði hann að henda þeim í sömu á og áður en hætti við eftir að hafa fengið ,,betri” hugmynd. Hann fór með líkin heim til sín, sagaði þau í sundur og setti kjötmestu hlutana í Tupperware box og í ískápinn. Aðra líkamshluta setti hann í frystinn en það sem ekki komst fyrir gróf hann á lóð timburverksmiðjunnar sem hann starfaði í.

Hann viðurkenndi síðar að á þessum timapunkti hefði hann verið farinn að hafa minni áhyggjur af kærustunni þar sem hann naut þess svo mjög að myrða.

Sérstaklega góðu borgararnir hans Joe

Næstu vikurnar blandaði Joe mannakjötinu við nauta- og svínakjöt og bjó til hamborgara sem hann seldi í sölubás.

Auglýsti hann þar til sölu bestu grillborgara Baltimore og gengu viðskiptin vel. Joe fékk aldrei eina einustu kvörtun, aftur á móti höfðu viðskiptavinir á orði að það væri eitthvað ,,einstakt” við borgarana hans Joe.

Joe hafði fundið hinn fullkomna felustað fyrir líkin; magana í íbúum Baltimore.

Í hvert skipti sem Joe varð uppiskroppa með hráefni í hamborgarasöluna fór hann á stjá og fann fleiri vændiskonur eða heimilislaust fólk sem voru auðveld fórnarlömb. Lokkaði hann fólkið heim til sín með loforðum um fíkniefni. Yfirleitt notaði hann hníf eða exi við morðin.

,,Mannakjöt er mjög svipaði svínakjöti á bragðið,” sagði Joe við yfirheyrslur. ,,Og ef þú blandar því saman við nauta- og svínakjöt er ómögulegt að finna bragðið af því.”

Hann varaði meira að segja lögreglumenn við að kaupa hamborgara eða aðrar kjötafurðir úr sölustöndum við þjóðveginn.

Handtaka og dómar

Joe Metheny náðist loks árið 1996. Hann hafði verið að neyta fíkniefna með vændiskonu að nafni Rita Kemper þegar hann greip hana hálstaki og reyndi að nauðga henni. Sagðist hann svo ætla að drepa hana en Rita náði að sleppa úr greipum hans og flúði út um baðhergisgluggann. Fór hún því næst beint á næstu lögreglustöð.

Joe var dæmdur fyrrir morðin á Kimberly Lynn Spicer og Cathy Ann Magaziner.

Joe var hinn samvinnuþýðasti við yfirvöld og játaði meira að segja að hann hefði aldrei hætt að myrða hefði hann ekki náðst.

Joe Methany var dæmdur til 50 ára fangelsisvistar árið 1997 fyrir árásina á Ritu Kemper og fékk hann dauðadóm fyrir morð á vændiskonunni Kimberly Lynn Spicer. Ári síðar fékk hann ævilangan dóm fyrir morð á annarri vændiskonu, Cathy Ann Magaziner. Líkamsleifar hennar fundust á lóð timbursölunnar en voru það illa farnar að aðeins var hægt að auðkenna hana með tannlæknaskýrslum.

Ekki var réttað yfir honum vegna annarra morða .

Árið 2000 var dauðadómnum breytt í ævilangt fangelsi.

,,Ég naut þess“

Í ljós kom að kærastan fyrrverandi hafði flutt inn á hórmangara nokkurn og stundað vændi en í allt öðrum hluta borgarinnar en Joe leitaði hennar í. Hún og nýi sambýlismaðurinn voru á endanum handtekinn og drengurinn settur í umsjá barnaverndaryfirvalda sökum vanrækslu og ofbeldis.

,,Ég mun aldrei biðjast afsökunar á gjörðum mínum því það væri lygi,” sagði Joe við réttarhöldin. ,,Ég er tilbúinn að eyða ævinni í fangelsi vegna þess sem ég hef gert og veit að guð mun á endanum dæma mig og senda mig til helvítis.

En mér er sama, ég naut þess að myrða.”

,,Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki drepið þá tvo andskota sem mig langað mest að myrða og það er mín fyrrverandi og drullusokkurinn sem hún bjó með.”

Joe Methany fannst látinn í klefa sínum árið 2017. Hann lést af náttúrulegum orsökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn