fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Fiskmarkaðurinn fagnar 15 ára afmæli um helgina

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 14. október 2022 17:39

Fiskmarkaðurinn er fyrsti veitingastaðurinn hennar Hrefnu Sætran og hún var búin að stefna að því lengi að opna stað þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára þegar hún opnaði ásamt meðeiganda sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina verður mikið um dýrðir á Fiskmarkaðinum þar sem staðurinn fagnar 15 ára afmæli.

Fiskmarkaðurinn er fyrsti staðurinn hennar Hrefna Sætran og má með sanni segja að Hrefna og félagar hennar hafi blómstrað á þessum 15 árum.

„Fiskmarkaðurinn er fyrsti veitingastaðurinn minn og ég var búin að stefna að því lengi að opna stað þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára þegar við opnuðum. Ég kynntist meðeiganda mínum á Sjávarkjallaranum þegar ég var yfirkokkur þar og við byrjuðum snemma að plana það að opna stað saman sem varð að veruleika árið 2007,“ segir Hrefna Sætran og er alsæl með hve vel hefur tekist til.

Einstök upplifun í matargerð í forgrunni

Hefur matseðillinn og þjónustan breyst mikið á þessum árum? „Það hefur mjög margt breyst á síðustu 15 árum en aðal áherslan okkar er alltaf sú sama og markmiðið er alltaf að fólk verði fyrir upplifun þegar það mæti til okkar. Við erum alltaf í takt við það sem er að gerast í stefnum og nýjungum og erum stanslaust í vöruþróun. Við erum samt trú okkur sjálfum og hlustum á kúnnan okkar. Fiskmarkaðurinn hefur alltaf lagt mikla áherslu á að veita frábæra þjónustu enda er það partur af upplifuninni á því að fara á góðan veitingastað. Markmiðin okker er því alltaf sú sömu og voru fyrir 15 árum, það veita góða þjónustu og bjóða upp á einstaka upplifum í matargerð,“ segir Hrefna.

Er einhver réttur sem er á matseðlinum sem hefur verið frá upphafi? „Eins og ég nefndi þá hlustum við á kúnnana okkar, sumir hafa verið að koma til okkar í 15 ár vegna vinsæla rétta. Það má til að mynda nefna ostakökuna frægu, Volcano sushirúlluna og þorskinn.“

Bleiki kokteillinn á vel við í tilefni afmælisins. MYND/ELÍSABET BLÖNDAL.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

UPPI bar nýjasta viðbótin

Nýjasta viðbótin UPPI bar er kærkomin viðbót við Fiskmarkaðinn og býður upp á fjölbreytt úrval af kokteilum, bjór og óáfengum drykkjum ásamt sjaldgæfu úrvali af víni sem eigendur hafa safnað að sér í langan tíma. „Þú finnur yfir 20 tegundir af vínum sem eru í boði á glasi sem breytast reglulega. Það er gaman fyrir bæði vínáhuga fólk að fá tækifæri á því að smakka flöskur sem erfitt er að finna og fyrir þá sem eru nýlega byrjaðir að pæla í vínum að fá leiðbeiningar og góða þjónustu við val á rétta víninu til að smakka með matseðlinum á Uppi. Á Uppi finnur þú einnig einkaherbergi sem hefur verið vinsælt frá upphafi. Þar geta hópar komið saman og farið í einstaka matar- og vínupplifun sem situr lengi eftir og skapar ógleymanlegar minningar.“

Afmælinu verður fagnað um helgina og afmælisseðill verður í boði. „Við bjuggum til sérstakan afmælisseðil þar sem vinsælustu réttir síðustu 15 ára voru settir ásamt glænýjum rétt. Afmælisseðillinn einungis til boða út laugardagskvöldið og endar seðillinn á afmælisdrykk á Uppi bar þar sem mismunandi plötusnúðar spila alla helgina,“ segir Hrefna að lokum afar spennt fyrir komandi helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja