Gyrðir Elíasson hefur verið tilnefndur til hinna virtu frönsku bókmenntaverðlauna, Prix Médicis. Mannlíf greinir frá.
Verðlaunin eru alþjóðleg en þau voru fyrst veitt árið 1958. Eru þau veitt rithöfundum sem eru taldir ekki hafa fengið verðskuldaða athygli.
Tilnefning Gyrðis er fyrir skáldsöguna Sorgarmarsinn. Bókin kom út árið 2018 og fékk fimm stjörnur í ritdómi á dv.is. Þar segir meðal annars:
„Stílfimi Gyrðis Elíassonar er rómuð og alþekkt en hefur kannski aldrei risið hærra en í þessum unaðslega texta þar sem sorg, kímni og fegurð mynda lágstemmda en afar eftirminnilega hljómkviðu.“