Segja má að íbúð sem nú er til sölu í Bryggjuhverfi sé sannkallaður draumur í dós, eða draumur í steypu öllu heldur.
Um er að ræða stórglæsilega fjögurra herbergja penthouse-íbúð með sjávarútsýni í Tangabryggju. Eins og vanalega með íbúðir af þessu tagi er íbúðin einstaklega rúmug og hátt til lofts sem gerir íbúðina einstaklega bjarta og notalega. Fallegt útsýnið til sjávar skemmir svo engan veginn fyrir.
Hún er í heildina skráð 135,7 fermetrar, er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpsrými, þrjú svefnherbergi og vinnurými. Sérgeymsla er svo í kjallara og stæði í bílageymslu.
Húsið var byggt árið 2019 og er því mjög mjög nýlegt. Húsið er svo klætt að utan með vandaðri klæðningu sem tryggir lágmarks viðhald á húsinu.
Ásett verð er 104,9 milljónir en fasteignamat 2021 verður 76,7 milljónir.