Bað- og líkamsvörurnar frá SPA of ICELAND hlutu gullverðlaun á verðlaunahátíðinni Frontier AWARDS 2022 í Cannes í Frakklandi sem haldin var í síðustu viku. Verðlaunahátíðin er haldin árlega meðal fjölmargra fyrirtækja um allan heim sem tengjast verslun og viðskiptum á flugstöðvum og fríhöfnum.
Alþjóðleg dómnefnd valdi á milli hundrað fyrirtækja og vörutegunda í ýmsum flokkum alls staðar að úr heiminum, og voru SPA of ICELAND vörurnar valdar sem snyrtivörulína ársins. Í öðru sæti var nýja línan frá Jean Paul Gaultiere.
Eigendur ICT Reykjavík sem framleiðir SPA of ICELAND, Fjóla G. Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson, tóku við gullverðlaunum við hátíðlega athöfn í síðustu viku, miðvikudaginn 5.október síðastliðinn.
Sem dæmi um aðra sigurvegara í samkeppninni var Heathrow valinn flugvöllur ársins, King Power valið verslunarfyrirtæki ársins, Dubai fríhöfnin var fríhöfn ársins og Lagardère teymi ársins.
„Þetta kom skemmtilega á óvart, er mikilvæg viðurkenning á hugmyndinni og þróunarstarfinu sem liggur á bak við SPA of ICELAND, og veitir okkur ný tækifæri í markaðs og þróunar málum,“ segir Fjóla sem er í skýjunum við viðurkenninguna.
Vert er að geta þess SPA of ICELAND vörurnar eru