Í nýlegu viðtali hjá New York Times ræddi hún um meint ofbeldi sem hún varð fyrir í heimavistarskólanum Provo Canyon í Utah. Hún greindi nánar frá því á Twitter. Hilton hefur áður tjáð sig um hryllilega reynslu sína af skólanum en þetta er í fyrsta skipti sem hún segir frá kynferðisofbeldinu sem hún varð fyrir.
„Í Provo Canyon skólanum var ég vakin upp um miðja nótt af karlkyns starfsfólki sem vísaði mér í einkaherbergi og framkvæmdi leghálsskoðun á mér,“ sagði hún.
I opened up in a @NYTimes video about something I’ve never discussed before. At Provo Canyon School, I was woken up in the middle of the night by male staff who ushered me into a private room and performed cervical exams on me in the middle of the night. https://t.co/mWxF8Pvmaw
— ParisHilton (@ParisHilton) October 11, 2022
„Ég var svefnvana og mjög lyfjuð, ég skildi ekki hvað væri í gangi. Ég var neydd til að liggja á bólstruðu borði, glenna fæturna og gangast undir leghálsskoðanir,“ sagði hún.
„Ég grét á meðan þeir héldu mér niðri og sagði: „Nei!“ Þeir sögðu bara: „Þegiðu. Hafðu hljótt. Hættu að berjast á móti.“
Hilton sagðist einnig vita til þess að hún væri ekki eini þolandinn sem varð fyrir samskonar ofbeldi.
„Þetta var síendurtekin upplifun, ekki aðeins fyrir mig heldur aðra þolendur. Það var brotið á mér og ég græt á meðan ég skrifa þetta, því enginn, sérstaklega barn, ætti að verða fyrir kynferðisofbeldi. Ég var rænd barnæsku minni og það fer með mig að vita að saklaus börn séu enn að verða fyrir þessu.“
I opened up in a @NYTimes video about something I’ve never discussed before. At Provo Canyon School, I was woken up in the middle of the night by male staff who ushered me into a private room and performed cervical exams on me in the middle of the night. https://t.co/mWxF8Pvmaw
— ParisHilton (@ParisHilton) October 11, 2022
Paris dvaldi í skólanum í ellefu mánuði þegar hún var sautján ára.
„Þetta átti að vera skóli en nám var ekki aðalatriðið þarna. Frá því að ég vaknaði á morgnanna og allt þar til ég fór að sofa aftur, þá var öskrað á mig, ég var skömmuð og viðvarandi pyntingar,“ sagði Paris í heimildarmyndinni, This is Paris.
„Starfsfólkið sagði hryllilega hluti við mig. Þau létu mér stöðugt líða illa með sjálfa mig og beittu mig einelti. Ég held að þeirra eina markmið hafi verið að brjóta okkur niður. Og þau beittu okkur líkamlegu ofbeldi, lömdu okkur og tóku okkur hálstaki. Þau vildu að við værum hrædd, of hrædd til að þora að óhlýðnast þeim“
Sjá einnig: Hræðileg lífsreynsla Paris Hilton opinberuð – „Mér leið eins og fanga“
I was abused at Provo Canyon School 20 years ago and I am so heartbroken to see uncovered security footage of a child being thrown to the ground. Click the link below to watch disturbing footage from the school where I was abused. https://t.co/AbvjMDm8db
— ParisHilton (@ParisHilton) October 11, 2022