fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Paris Hilton opnar sig um kynferðisofbeldi: „Ég grét á meðan þeir héldu mér niðri og sagði: „Nei!““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. október 2022 09:04

Paris bar vitni um reynslu sína af skólanum fyrir nefnd í Utah í febrúar 2021. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelerfinginn og sjónvarpsstjarnan Paris Hilton opnar sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem unglingur.

Í nýlegu viðtali hjá New York Times ræddi hún um meint ofbeldi sem hún varð fyrir í heimavistarskólanum Provo Canyon í Utah. Hún greindi nánar frá því á Twitter. Hilton hefur áður tjáð sig um hryllilega reynslu sína af skólanum en þetta er í fyrsta skipti sem hún segir frá kynferðisofbeldinu sem hún varð fyrir.

„Í Provo Canyon skólanum var ég vakin upp um miðja nótt af karlkyns starfsfólki sem vísaði mér í einkaherbergi og framkvæmdi leghálsskoðun á mér,“ sagði hún.

„Ég var svefnvana og mjög lyfjuð, ég skildi ekki hvað væri í gangi. Ég var neydd til að liggja á bólstruðu borði, glenna fæturna og gangast undir leghálsskoðanir,“ sagði hún.

„Ég grét á meðan þeir héldu mér niðri og sagði: „Nei!“ Þeir sögðu bara: „Þegiðu. Hafðu hljótt. Hættu að berjast á móti.“

Hilton sagðist einnig vita til þess að hún væri ekki eini þolandinn sem varð fyrir samskonar ofbeldi.

„Þetta var síendurtekin upplifun, ekki aðeins fyrir mig heldur aðra þolendur. Það var brotið á mér og ég græt á meðan ég skrifa þetta, því enginn, sérstaklega barn, ætti að verða fyrir kynferðisofbeldi. Ég var rænd barnæsku minni og það fer með mig að vita að saklaus börn séu enn að verða fyrir þessu.“

Paris dvaldi í skólanum í ellefu mánuði þegar hún var sautján ára.

„Þetta átti að vera skóli en nám var ekki aðalatriðið þarna. Frá því að ég vaknaði á morgnanna og allt þar til ég fór að sofa aftur, þá var öskrað á mig, ég var skömmuð og viðvarandi pyntingar,“ sagði Paris í heimildarmyndinni, This is Paris.

„Starfsfólkið sagði hryllilega hluti við mig. Þau létu mér stöðugt líða illa með sjálfa mig og beittu mig einelti. Ég held að þeirra eina markmið hafi verið að brjóta okkur niður. Og þau beittu okkur líkamlegu ofbeldi, lömdu okkur og tóku okkur hálstaki. Þau vildu að við værum hrædd, of hrædd til að þora að óhlýðnast þeim“

Sjá einnig: Hræðileg lífsreynsla Paris Hilton opinberuð – „Mér leið eins og fanga“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“