fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fókus

Orlando Bloom var nær dauða en lífi eftir alvarlegt slys – „Ég var mjög heppinn að lifa fallið af“

Fókus
Miðvikudaginn 12. október 2022 17:30

Orlando Bloom.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Orlando Bloom, 45 ára, hefur opnað sig um hrottalegt slys sem hann lenti í þegar hann var unglingur.

„Þegar ég var 19 ára gamall féll ég út um glugga niður þrjár hæðir og braut á mér bakið,“ sagði Bloom, sem er velgjörðarsendiherra UNICEF, í myndbandi sem samtökin deildu á Instagram.

„Ég var mjög heppinn að lifa fallið af því mænan mín rétt hékk saman. Og á meðan ég var á spítalanum var mér sagt fyrstu fjóru daganna að mögulega myndi ég aldrei ganga aftur.“

Bloom segir að þetta hafi verið upphafið af erfiðu ferðalagi, en hann þurfti að taka allt lífið til endurskoðunar og finna út hvers vegna hann væri sífellt að lenda í slysum.

„Sem náði hámarki þegar ég braut bakið, þar sem ég var nær dauða en lífi.“

Bloom þurfti að undirgangast aðgerð á mænu áður en hann hóf langt og strangt ferðalag í gegnum endurhæfingu. Meðal annars þurfti hann að klæðast sérstakri bakspöng í þó nokkurn tíma. En hann náði þó að ganga út af sjúkrahúsinu, á hækjum, 12 dögum eftir slysið. „Sem þótti ótrúlegt og eiginlega einstakt.“

„Ég myndi segja að mánuðirnir eftir fallið hafi verið myrkur tími. Sem einstaklingur sem hafði alltaf verið mjög vikur í lífinu fannst mér þetta mjög takmarkandi allt í einu og ég var líka mjög kvalinn.“

Bloom segir að þessi tími eftir slysið hafi þó skapað tíma og rými fyrir hann til að sjá hvað væri gott í lífinu hans og hvernig hann ætti að einbeita sér að því og lifa lífinu með áherslu á það.

Hann segir að andleg veikindi séu ósýnileg þó sé alltaf hægt að einbeita sér að því sem er gott í lífinu því sé mikilvægt að tala við fólk og hjálpa því að sjá það.

„Þetta byrjar með einni stund, einu samtali og einni spurningu – Hvað liggur þér á hjarta?“

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by UNICEF (@unicef)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð