fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Veitingastaðurinn Ráðagerði á Seltjarnarnesi lyftistöng fyrir bæjarfélagið

Fókus
Þriðjudaginn 11. október 2022 17:55

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar nýjan veitingastað Ráðagerði sem stendur á einum fallegasta staðnum á Seltjarnarnesi út við Gróttu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar meðal annars nýjan veitingastað sem opnaði sumar á Seltjarnarnesi í Ráðagerði í sögufrægu húsi í sveitarfélaginu sem ber sama nafn, Ráðagerði. Að veitingastaðnum standa þeir Gísli Björnsson, Jón Ágúst Hreinsson og Viktor Már Kristjánsson.

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut i kvöld heimsækir Sjöfn veitingastaðinn Ráðagerði á Seltjarnarnesi og hittir þar einn eigandann Viktor Má Kristjánsson.

 

Lóðin sem húsið stendur á, á sér langa sögu, allt til ársins 1703, en húsið sjálft var byggt á árunum 1880 til 1885. Margir ábúendur hafi verið í Ráðagerði frá upphafi en árið 1997 var húsið keypt og endurgert í upprunalegri mynd. Bærinn keypti það svo í byrjun árs 2018 og setti það á sölu árið 2020. Þeir Gísli, Jón Ágúst og Viktor Már gerðu kauptilboð í húsið það ár og fengu það svo afhent í júlí árið 2021. Húsið er eitt vestasta hús bæjarins og útsýnið frá því er stórfenglegt þar sem ljósmengunin er nánast engin og Gróttuvitinn og Snæfellsjökullinn skarta sínu fegursta.

Sjöfn hittir Viktor Má Kristjánsson og fær að heyra aðeins um tilurð staðarins og sögu hússins og að sjálfsögðu sýnishorn af því sem í boði er. Viktor segir að eftir að þeir keyptu húsið hafi þeir grafið upp sögu þess og endað á því að hafa samband við fyrri eigendur til að vita sögu þess. „Eftir að við vissum frekar um sögu hússins og fjölskyldurnar sem hér höfðu búið ákváðum við enn frekar gera þetta að einhverjum svona hverfisstað og samkomuhúsi. Að fólk gæti stoppað hérna við á morgnana, fengið sér kaffi og hitt nágrannana, auk þess að vera með hádegis- og kvöldmat í boði alla daga,“ segir Viktor. Mikil ánægja hefur verið opnun Ráðagerðis meðal Seltirninga. „Fólk hefur komið á máli við okkur eftir að við opnuðum og líst ánægju sinni með staðinn og það líf sem húsið hefur fengið.“

Áherslan í matargerðinni eru réttir ítölsku ívafi og spila þar pitsurnar stórt hlutverk. „Boðið er upp á ýmislegt á staðnum eins og ítalska aperotivo-stund og pitsur að hætti Ráðagerðis, svo erum við með bæði smáréttaseðil og forréttaseðli sem hafa notið mikilla vinsælda,“ segir Viktor og býður Sjöfn að smakka ítalskar sælkerakræsingar sem þar eru í boði.

Meira um Ráðagerði og smakktjattið á ítölsku kræsingunum í þætti kvöldsins Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

video
play-sharp-fill

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Hide picture