fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fókus

Tanya var óhamingusamur og einmana táningur – Var innilokaður kynlífsþræll skólastarfsmanns í tíu ár

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 11. október 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann  10. febrúar 1996 gekk hin 14 ára gamla Tanya Nicole Kach út um útidyrnar á heimili sínu og hvarf. Það var sem jörðin hefði gleypt hana. Tanya hafði margoft strokið af heiman áður en allta skilað sér fljótlega heim.

En ekki í þetta skiptið.

Það liðu tíu ár áður en Tanya birtist aftur, öllum að óvörum, enda töldu margir hana látna. 

En hvar hafði Tany verið og hvernig hafði líf hennar verið þennan áratug?

Nýi vinurinn

Mánuðina fyrir hvarfið hafði Tanyu liðið afar illa. Foreldrar hennar voru að ganga í gegnum erfiðan skilnað og ef til vill of upptekin af skilnaðarferlinu til að sýna Tanyu þá ást og athygli sem hún þráði.

Tanya taldi að foreldrar hennar vildu hana ekki lengur í lífi sínu og trúði nýjum vini sínum fyrir erfiðleikum sínum.

Sá hét Thomas Hose og 38 ára gamall öryggisvörður í skólanum sem Tanya gekk í. 

Tanya var aðeins þretttán ára þegar hún hóf að spjalla reglulega við Thomas. Hann var alltaf reiðubúinn til að hlusta á hana, hann var fyndinn, og átti alltaf sælgæti og sígarettur handa henni. 

Tanya var þess fullviss, á sinn barnalega hátt, að hún væri ástfangin og að Thomas væri eini einstaklingurinn í heiminum sem væri annt um hana. Hún tjáði Thomasi hrifningu sína og svaraði hann því til með að bjóða henni að dvelja hjá sér á heimili sínu.

Thomas Hose.

Lífið á háaloftinu

Tanya var ekki viss en Thomas lofaði henni nýju og betra lífi og á endanum samþykkti Tanya að strjúka að heiman og flytja til hans. Sá hún fyrir sér rómantíska framtíð með manni sem myndi veita henni þá ást sem hún saknaði af eigin heimili.

En það leið ekki á löngu áður en Tanya áttaði sig á að hún var ekki gestur á heimili Thomasar, hún var fangi. 

Thomas bjó hjá foreldrum sínum ásamt ungum syni en útbjó rými fyrir Tanyu á háalofti hússins. Það rann smám saman upp fyrir henni að hún hefði gert hræðileg mistök og myndi hugsanlega aldrei sjá fjölskyldu sína framar. 

Í fjögur ár leyfði Thomas henni ekki að yfirgefa háaloftið og hótaði að hann myndi ekki einungis myrða hana, heldur einnig fjölskyldu hennar, ef hún reyndi flótta.

Aðstæður á hááloftinu voru skelfilegar.

Tanya fékk lítið annað að borða en samlokur með hnetusmjöri og sultu, hún þurfti að gera þarfir sínar í fötu og fékk aðeins einstaka sinnum að fara í sturtu þegar að enginn var heima. Thomas merkti sérstaklega þær fjalir á háaloftinu sem brakaði í og mátti hún ekki undir neinum kringumstæðum stíga á þær. 

Tanya dvaldi á háaloftinu í fjögur ár.

Fjögur ár í einveru

Hún fékk tímarit að lesa, Thomas færði henni að nokkrum mánuðum liðnum útvarp og skömmu síðar fékk hún lítið sjónvarp til að drepa tímann. Hún mátti einungis nota tækin með heyrnartólum til að ekkert heyrðist niður til foreldranna. 

Thomas misþyrmdi Tanyu kynferðislega reglulega og sagði henni það fullkomlega eðlilegt.

Tanya hafði enga reynslu, og litla sem enga fræðslu fengið um kynlíf, og tók orð Thomasar trúanleg. Hann sagði að hún ætti að vera honum þakklát fyrir ,,þjálfunina” og að hún ,,tilheyrði honum.”

Tanya var þess svo fullviss að einn daginn myndi Thomas myrða hana ,að hún skrifaði erfðaskrá og faldi á háaloftinu í þeirri von um að hún myndi finnast hjá líki hennar. 

Rétt hjá heimilinu

Í fjögur ár sá Tanya enga aðra manneskju en Thomas Hose. Hún sagði síðar að erfiðustu stundirnar hefðu verið um jólin. Hún hefði heyrt í Hose fjölskyldunni opna gjafir, njóta hátíðanna, hlæja og gleðjast en sjálf setið föst á háaloftinu og saknað fjölskyldu sinnar meira en orð gátu lýst. 

Það átakanlegast af öllu var að heimili Thomas Hose var aðeins rúmlega þrjá kílómetra frá heimili Tanyu. 

Og í þokkabót ræddi faðir Tanyu, Jerry Kach, við Thomas þremur árum eftir hvarf hennar. Jerry vissi að Thomas starfaði sem öryggisvörður í skóla Tanyu og þegar hann rakst á hann spurði Jerry öryggisvörðinn hvort hann hefði hugmynd um hvert Tanya hefði getað farið. Kvaðst Thomas ekki hafa hugmynd um það en sagðist vona að Jerry fyndi dóttur sína einn góðan veðurdag. 

Nikki Allen

Árið 2000, þegar að Tanya var 18 ára, taldi Thomas að henni væri treystandi að koma niður af háaloftinu. Hann skipaði henni að nota nafnið Nikki Allen og kynnti hana sem slíka fyrir foreldrum sínum.

Tanya 24 ára til vinstri og 14 ára til hægri á myndinni.

Sagði hann þeim að þau væru að hefja sambúð og myndi ,,Nikki” flytja inn. 

Smám saman fór Thomas að leyfa Tanyu að fara út en aðeins í stutta stund í einu. Einn af þeim stöðum sem Thomas samþykkti að Tanya heimsækti var lítil matvörubúð, rétt við heimilið.

Smám saman fór Tanya að spjalla við eigendur búðarinnar, Joe Sparico og Janet konu hans, og  og trúði hún þeim á endanum fyrir sínu rétta nafni og að henni væri haldið fanginni á heimili Thomasar Hose. 

Þau áttu bágt með að trúa sögu hennar, hún var vel nærð og virtist ómeidd,  en Tanya sagði þeim að fletta sér upp á netinu. Sem þau og gerðu.

Sáu þau þar lýst eftir henni og hringdu strax á lögreglu. 

Frelsið

Tanya Kach var 24 ára gömul þegar að lögregla fann hana á Hose heimilinu þann 21. mars árið 2006 og beið faðir hennar með öndina í hálsinum í bíl fyrir utan. 

Tanya Kach.

Fyrir rétti sagðist Thomas Hose hafa verið að bjarga Tanyu frá lífi á götunni en játaði á endanum fjölda brota gegn Tanyu. 

Árið 2007 var Thomas dæmdur og slapp lygilega vel.

Hann fékk 15 ára fangelsisvist og lauk hann afplánun sinni í febrúar á þessu ári. Tanya var afar ósátt við dóminn og gaf út yfirlýsingu þegar Thomas var sleppt.  Sagði hún heiminn vera mun hættulegri stað með nú þegar Thomas Hose væri frjáls maður.

Hann verður þó á lista yfir kynferðisafbrotamenn til æviloka. 

Hinar háværu raddir

Frelsun Tanyu vakti mikla athygli og fjölluðu fjölmiðlar ítarlega um málið. Tanya var afar hamingjusöm að vera aftur komin í faðm fjölskyldu sinnar en athyglin var henni erfið.

Sérstaklega þær háværu raddir sem sögðu hana ekki fórnarlamb þar sem hún hefði auðveldlega getað kallað til hjálp á þessum áratug. 

Tanya óttaðist mjög dóm almennings en ákvað loks að skrifa bók um þolraun sýna. Faðir hennar og stjúpmóðir voru aftur á móti afar ósátt við bókina og sögðu frásögnina sýna þau í röngu ljósi.

Endurfundir Tanyu við föður sinn voru í byrjun hamingjuríkir en enduðu með skelfingu.

Gengu þau svo langt að fara í mál við Tanyu og sagði faðir hennar í blaðaviðtölum dóttur sína ekki vera fórnarlamb, hún hefði dvalið viljug hjá Thomas Hose. 

Það gat Tanya ekki fyrirgefið og sleit öllu sambandi við föður sinn. 

Tanya Kach er nú gift, á tvö stjúpbörn og á nokkur stjúpbarnabörn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stór breyting á söngvaranum – Hefur misst 54 kíló og er hvergi nær hættur

Stór breyting á söngvaranum – Hefur misst 54 kíló og er hvergi nær hættur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um verðlagningu á vinsælu jólaskrauti – „Fólk er fífl ef það kaupir það“

Hart tekist á um verðlagningu á vinsælu jólaskrauti – „Fólk er fífl ef það kaupir það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni