fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Óhefðbundin matargerð í forgrunni á Brút

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 11. október 2022 18:02

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Ólaf Örn Ólafsson, á veitingastaðinn Brút sem er í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar líka veitingastaðinn Brút sem er hinu fræga Eimskipshúsi á einstaklega fallegum stað í hjarta miðborgarinnar.

Veitingastaðurinn Brút opnaði síðastliðið haust eins og áður sagði í hinu sögufræga Eimskipshúsi við Pósthússtræti 2 og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir sérstöðu sína í matargerðinni. Á bak við veitingastaðinn standa þeir félagar Ólafur Örn Ólafsson vínþjónn, Bragi Skaftason og Ragnar Eiríksson kokkur.

Sjöfn hittir Ólaf og fær frekari innsýn um tilurð og útlit staðarins, áherslur í matargerðinni og vínmenninguna sem þar er. „Ég var búinn að sitja yfir þessu og ofhugsa þetta í um það bil tvö ár áður enn við opnuðum, það má segja að staðurinn sé svolítið hugarfóstur mitt,“ segir Ólafur um staðinn.

Þegar kemur að matargerðinni vildu þeir vera svolítið óhefðbundnir og bjóða upp á meira úrval af sjávarfangi. „Sérstaða staðarins eru ferskir fiskréttir úr óhefðbundnum hráefni og mikið er lagt upp úr góðum vínseðli þar sem hægt er að para drykki með mat,“ segir Ólafur og bætir við að ýmis konar sjávarfang fái að njóta sín á seðlinum og því sé gert hátt undir höfði. Ragnar stýrir eldhúsi staðarins en hann var yfirkokkur á veitingahúsinu Dill þegar það hlaut Michelin stjörnu og leikur listir sínar í eldhúsinu. „Við erum líka óhefðbundinn bröns hlaðborð, fisk og svolítið heilsusamlega nálgun, það er ekki allt löðrandi í beikoni,“ segir Ólafur og brosir.

Vert er að geta þess að hönnun og útlit á Brút hefur vakið mikla athygli og er breska arkitekta- og hönnunarstofan T.B. Bennet meðal annars tilnefnt til hönnunarverðlauna fyrir hönnun og útlit á Brút. Rýmið hefur verið fagurlega endurhannað af bresku innanhúshönnuðum í útfærslu Traðar arkitektastofu. Tignarlegir gluggarnir fá að njóta sín og lofthæðin gerir rýmið einstaklega fallegt.

Einnig er gaman að segja frá því að Brút ásamt Dill eru tilnefndir til Star Wine List verðlaunanna í ár fyrir framúrskarandi vínseðla sem er mikil viðurkenning. En verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn nú í október.

Meira um veitingastaðina Ráðagerði og Brút í þætti kvöldsins Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

video
play-sharp-fill

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“
Hide picture