fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Camilla Rut opnar sig um taugaáfallið og skilnaðinn – „Ég var bara að ákveða hvort ég ætlaði að lifa eða ekki“

Fókus
Sunnudaginn 9. október 2022 12:20

Camilla Rut - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir er nýjasti gestur Helgaspjallsins, hlaðvarpsþætti Helga Ómarssonar. Í þættinum fer Camilla um víðan völl en hún ræðir meðal annars um skilnaðinn, en einnig um taugaáfall sem hún fékk í byrjun síðasta árs.

Helgi spurði Camillu út í skilnaðinn og hvernig ákvörðunin um það að skilja var tekin. „Maður er alltaf að reyna að passa sig af því þetta er ekki bara mitt ferðalag, ég er ekki ein – þetta var hjónaband,“ segir Camilla.

„Þetta var náttúrulega alveg búið að vera erfitt, eða þú veist ekkert endilega erfitt en bara svona, við höfum alveg rætt það að við vildum svolítið sitthvort lífið. „Matchið“ var ekki rétt. Skilnaður kom upp á borðið fyrst fyrir fjórum árum síðan, þá tók ég út svolítið sorgina, ég var í næstum því ár í einhverju „messi“. En okei, við reynum eitthvað og fengum alveg góða tíma þarna, yngra barnið kom undir og bara dásamlegt, ofboðslega dásamlegt.“

Ákvað að lífið væri að „pota í öxlina“

Camilla segir að svo hafi lífið komið fyrir. „Það kemur Covid og við göngum í gegnum þarna áföll, ég fæ taugaáfall í byrjun 2021 og hann eiginlega líka. Þetta var rosalega mikið mók,“ segir Camilla. Hún segir að fyrst hafi hún fengið taugaáfall í október árið 2020. „Stóra áfallið var þarna í janúar, febrúar árið 2021. Þá missti ég máttinn svolítið í löppunum í nokkra daga.“

Að sögn Camillu var þetta rosalega erfiður tími. „Þetta var svona skref aftur. Veistu hvað Helgi? Það er allt í lagi, lífið þarf að koma fyrir og við þurfum bara að geta tekið skref í takt við það sem það er.“

Helgi spyr Camillu hvort hún hafi hugsað um að lífið hafi þarna verið að „pota í öxlina“ á henni og hún svarar því játandi. „Það var þannig, ég er búin að ákveða það,“ segir hún.

„Málið er að í þessu taugaáfalli, þetta var ekkert brjálæði sem kom en málið var að líkaminn minn sagði bara stopp. Ég hef tekið allt á kassann, ég hef unnið úr öllu, ég er mjög ferköntuð týpa og ég bara græja þetta. Ég tala alltaf um „Camy got this“ það er bara ekki vafi á því. En þarna var taugakerfið mitt bara búið og líkaminn minn gat ekki meira.“

Camilla segir þá frá myndbandi sem hún tók upp af sér þegar hún var í taugaáfallinu. „Ég man að ég lá uppi í rúmi. Ég hef meira að segja póstað myndbandi af þessu í „story“, þegar ég var grátandi þarna uppi í rúmi. Ég var bara alveg að gefast upp en ég var að segja við sjálfa mig: Ég ætla ekki að gefast upp, ég ætla ekki að gefast upp, ekki núna, við erum búin að komast í gegnum alltof mikið. Við gefumst ekki upp núna,“

Helgi spyr hvort hún hafi verið að tala um hjónabandið þegar hún sagði þetta við sjálfa sig en svo var ekki. „Bara upp á sjálfa mig, ég var bara að ákveða hvort ég ætlaði að lifa eða ekki.“

Camilla segir að hún hafi verið í móki á sínum tíma og þá hafi komið gremja inn í heimilislífið. „Það var svolítið lamað heimilishald, sem er ekki eins og mig langar að lifa mínu lífi,“ segir hún og bætir við að hún vilji „létt lifandi líf.“

„Við bara lögðumst upp í rúm og horfðum á mynd“

Camilla segir svo frá því þegar hún og fyrrverandi eiginmaður hennar tóku ákvörðunina um að skilja.

„Ég veit ekki, þetta var svo friðsæl ákvörðun. Við sátum bara og vorum að ræða þetta fram og til baka mjög lengi, alveg mjög lengi. Svo bara kemur það upp að það er ekki vilji fyrir því að vinna meira í þessu. Ég tek því bara, það er allt í lagi. Þannig var það bara, en mér þykir alltaf vænt um þig og við erum alltaf fjölskylda. Við bara lögðumst upp í rúm og horfðum á mynd.“

Þessi ákvörðun var Camillu mikill léttir. „Við vorum bæði bara: Vá þetta er svo mikill léttir.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“