fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Ásdís Rán í nýjum þáttum um hvarf vinkonu sinnar – Vissi ekki hvað var í vændum „þegar ég fylgdi henni þessa síðustu daga“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 11:14

Til hægri: Ásdís Rán og Ruja árið 2017, stuttu fyrir hvarf hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan, athafnakonan og Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er aðalviðmælandi nýrra heimildaþátta um hvarf vinkonu sinnar, búlgarísku athafnakonunnar Ruja Ignatova, en þættirnir kallast „Die Kryptoqueen“.

Í samtali við DV segir Ásdís Rán að þættirnir hafi verið teknir upp í vor í Búlgaríu og verða þeir frumsýndir í Þýskalandi í október, því næst á heimsvísu. Í þáttunum ræðir Ásdís um vináttu þeirra, hver Ruja var í alvörunni, hvernig þetta allt gerðist og hvernig daglegu lífi þeirra var háttað í mörg ár.

Ruja Ignatova var besta vinkona Ásdísar Ránar og tókst að svíkja út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október árið 2017.

Ekkert hefur spurst til hennar og er hún á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir eftirsóttustu glæpamenn heims.

Sjá einnig: Ásdís Rán og fjársvikamálið – Bíður eftir símtali frá meintum fjársvikara: „Ég vil ekki trúa því að hún sé dáin“

„Það hefur margt og mikið gerst í lífi mínu, bæði gott og slæmt. Það yrði góð mynd einn daginn! Eitt af því dramatískasta sem hefur gerst var þegar ég missti bestu vinkonu mína, og fyrir okkur var hún líka fjölskyldumeðlimur, Ruju Ignatovu fyrir fimm árum,“ segir hún um þættina.

„Fyrir mér er þetta saga af gáfaðri og sjálfstæðri konu með stóra drauma sem komst lífs af. Fyrir öðrum er þetta saga svindlara og glæpamanns.“

Ásdís Rán er í aðalhlutverki í þáttunum.

Vissi ekki hvað var í vændum

„Ég kynntist Ruju árið 2009, fyrir OneCoin, og við urðum strax bestu vinkonur og viðskiptafélagar. Þegar við vorum í sama landi vorum við nánast alltaf saman og gerðum það sem stelpur gera, okkur dreymdi, við hlógum, æfðum, fórum að versla, gerðum viðskiptaáætlanir, drukkum mikið vín og ferðuðumst,“ segir Ásdís Rán

„Þegar ég fylgdi henni þessa síðustu daga í raunheiminum skildi ég ekki hvað var í vændum, þó ég hafi fundið og séð að eitthvað væri í gangi, en ég kenndi bara pressunni í lífi hennar um. Ég vildi óska þess að ég hefði vitað meira svo ég hefði allavega getað kvatt hana. Mér þykir þetta leitt, Ruja. Við söknum þín.“

Aðspurð hvort þættirnir verða aðgengilegir hér á landi segir ísdrottningin að RÚV hljóti að koma til með að sýna þá þegar þeir fara í dreifingu.

Hægt er að lesa nánar um þættina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna