fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hannelore var fyrsta konan til að deyja á Mount Everest – ,,Mér líður mér eins og augu hennar fylgi mér eftir“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 3. október 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin þýska Hannelore Schmatz var fjórða konan sem náði að klifra á topp Mount Everest. En hún var einnig fyrsta konan til að deyja á fjallinu.

Hannelore átti eftir að sitja upp við bakpoka sinn, frosinn í tíma, til margra ára. 

Hannelore og Gerhard Schamtz

Hannelore og eiginmaður hennar, Gerhard, voru þrautreynt fjallafólk sem árlega tókst á við nýjan, og hærri, tind. Árið áður höfðu þau klifið Lhotse, fjórða hæsta fjall jarðar og er hluti af Everest-fjallgarðinum og tengist Mount Everest í gegnum fjallhrygginn Suður-Col.

Næst skyldi takast á við Everest.

Eina konan af þrettán

Um leið og nepölsk yfirvöld samþykktu umsókn þeirra hóf Hannelore undirbúning, lét flytja nokkur tonn af búnaði til Neðals svo og að safna saman leiðangursmönnum. Undirbúningur var hennar sérgrein og fáir betri í slíku að sögn annarra fjallamanna.

Í júlí 1979 hóf átta manna leiðangur Gerhard hjónanna gönguna ásamt fimm Sherpum sem voru þrautreyndir leiðsögumenn. Í hópnum var einn Svisslendingur, einn Bandaríkjamaður, einn Nýsjálendingur og þrír Þjóðverjar auk Gerhard og Hannelore, sem var eina konan.

Ferðin gekk gekk allt þar til nokkurra daga hríðarbylur kom í veg fyrir að hópurinn næði til búða 4, sem eru þær efstu áður en tindinum er náð. Í búðum 3 ákvað hópurinn að skipta sér; Hannelore, hinir göngumennirnir og tveir sherpar myndu halda hópinn en Gerhard og hinir þrír leiðsögumennirnir myndu fara sína leið.

Hannelore Schmatz

Gerhard og leiðsögumennirnir náðu á topp Everest rétt eftir miðnætti 1.október 1979 og varð Gerhard þar elsti maðurinn sem þá hafði náð toppnum, fimmtugur að aldri.

Dauðasvæðið

Gerhard hitti konu sína á niðurleið og varaði hana við að halda áfram sökum erfiðra skilyrða en Hannelore og félagar voru ákveðin í að halda áfram og komust á toppinn hennar um klukkan fimm aðfaranótt 2. október.

Ferðin upp hafði verið erfið vegna válynds veðurs en ferðin niður reyndist mun verri.

Hannelore og bandaríkjamaðurinn Ray Genet gáfust upp á hinu svonefnda ,,Dauðasvæði“ þar sem súrefni er í lágmarki. Flest dauðsföll á fjallinu verða á Dauðasvæðinum.  Hannelore og Ray vildi setja upp bráðabirgðarbúðir og hvílast en leiðsögumennirnri lögðust á móti því og sögðu það bráðan bana. Hvöttu þeir hópinn til að halda áfram en það var orðið of seint fyrir Ray sem lést.

Hópnum var brugðið við lát félaga síns og reyndu sitt besta til að halda áfram en Hannelore gat ekki meira í nístandi kuldanum og súrefnisleysinu.

Í 27.200 feta hæð féll hún til jarðar, hallaði sér að bakpoka sínum og lést.

Þeir sem eftir voru í hópnum komust á endanum niður fyrir utan einn leiðsögumannanna, Sungdare Sherpa, sem neitaði að yfirgefa lík hennar fyrr en það yrði sótt. Hann neyddist þó á endanum til þess en missti næstum allar fingur og allar tær við hina árangurslausu bið.

Hinn skuggalegi varðmaður

Lík Hannelore Schmatz, með augun opin og ljóst hárið flaksandi í vindinum, sitjandi upp við bakpokann átti eftir að vera á fjallinu til fjölda ára. Sungdare Sherpa lét loks til leiðast að fara fyrir leiðangri árið 1981og rakst hann þá aftur á vinkonu sína sem hann hafði tapað tám og fingrum við að gæta.

Sagði hann úr hennar enn vera um úlnlið hennar. Árið 1984 gerði lögreglumaðurinn Yogendra Bahadur Thapa tilraun til að sækja lík Hannelore en hrapaði til bana áður en honum tókst að komast að hvíldarstað hennar.

Þótt nokkrir fjallgöngumenn komu auga á lík Hannelore næstu árin og náði einn þeirra að taka meðfylgjandi ljósmynd.

Síðasta myndin af Hannelore.

Norski fjallamaðurinn Arne Næss rakst á Hannelore í leiðangri sínum árið 1996 og lýsti hann fundinum á eftirfarandi hátt.

,,Það er ekki langt eftir. Ég get ekki falist hinum skuggalega varðmanni. Hann liggur upp við bakpoka sinn, um það bil 100 metra ofan við búðir 5, rétt eins og hann sé að taka sé smá hvíld. Varðmaðurinn er lík Hannlelore Schmatz sem komst á toppinn en lést á leiðinn niður. Samt líður mér eins og augu hennar fylgi mér eftir. Nærvera hennar minnir mig á að við erum ekki hér á forsendum manna heldur fjallsins og náttúrunnar.”

Enginn veit nákvæmlega hvenær veður og vindar blésu líkamsleifum Hannelore í burtu en svo mikið er víst að um aldamótin 2000 var hvorki eftir tangur né tetur af Hannelore Schmatz.

Grænu stígvélin

Um 310 manns hafa látist af fjallinu, þar af eru um 100 lík enn á fjallinu. Meðal þeirra þekktari er ,,Grænu stígvélin,“ sem allir þeir eru fóru norðanmegin fjallið rákust á allt til 2014.  Aldrei hafa verið borin kennsl á manninn í grænu stígvélunum ef flestir telja að um indverskan fjallakappa sé að ræða, Tsewang Paljor, en sá lést á fjallinu árið 1996.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“