fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Brynja Dan fer hörðum orðum um pistil Mörtu Maríu – „Þetta er svo niðrandi á allan hátt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. október 2022 11:51

Brynja Dan. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og áhrifavaldurinn Brynja Dan Gunnarsdóttir gagnrýnir orðræðu Mörtu Maríu Winkel Jónasdóttur, ritstjóra Smartlands, um svart fólk í pistli á miðlinum.

Brynja Dan vakti athygli á málinu á Instagram og létu viðbrögð fylgjenda hennar ekki á sér standa.

„Þetta er svo niðrandi á allan hátt,“ segir Brynja í samtali við DV.

Í pistlinum, sem var birtur fyrir rúmlega viku, skrifar Marta María um dýra barnavagna. Hún segir frá því þegar hún var 29 ára að kaupa barnavagn í Bandaríkjunum fyrir frumburðinn og „þurfti að eignast flottasta vagninn.“

„Við Newbury Street í miðborg Boston var pínulítil verslun sem seldi fínasta barnadótið. Viðskiptavinir verslunarinnar voru ekki svartir eða fátækir. Þeir voru um miðjan aldur með tíu karata demantshringa, blásið hár og í beige-lituðum fötum,“ skrifar hún og segir síðan frá því hvernig hún festi kaup á rándýrum Bugaboo vagni.

Brynja Dan. Mynd/Instagram

Ekki samasemmerki milli þess að vera fátækur og svartur

„Í fyrsta lagi skil ég ekki tilgang greinarinnar og finnst hún frekar taktlaus,“ segir Brynja.

„Þetta er svo niðrandi á allan hátt. Hvernig er hún ennþá að setja það undir sama hatt að það sé eitthvað verra að vera svartur, að svartir hafa ekki efni á fínu barnadóti og það sé samasemmerki milli þess að vera svartur og fátækur. Það var svo erfitt að lesa þetta, ég skil ekki hvernig við erum ekki komin lengra.“

Brynja les upp eina setningu úr greininni:

„„Þeir voru um miðjan aldur með tíu karata demantshringa, blásið hár og í beige-lituðum fötum.“ Sem sagt, getur svart fólk ekki verið með tíu karata demantshringa? Og blásið hár í beige-lituðum fötum? Þetta er ein mesta tímaskekkja sem ég hef lesið, ég er eiginlega bara orðlaus.“

„Ég er í sjokki“

Eins og fyrr segir ákvað Brynja að vekja athygli á þessu á Instagram en hún veigrar sér ekki frá því að vekja athygli á fordómum og skaðlegri orðræðu á samfélagsmiðlum. „Það voru svo margir búnir að senda greinina á mig,“ segir hún.

„Fólk er orðlaust og blöskrar þetta,“ segir hún og bætir við að það sé ákveðin huggun fólgin í því að vita að fólk kippi sér upp við svona orðræðu.

Brot af skilaboðunum sem Brynja fékk frá fylgjendum sínum eftir að hafa vakið athygli á greininni.

„Frábært hvað við erum orðin meðvituð og komin langt. En miðillinn þarf vissulega eitthvað aðeins að fara að vanda sig, hvað hann setur frá sér,“ segir hún og heldur áfram:

„Hvaða skilaboð ertu að senda út í samfélagið; að svartir geta ekki verið í einhverri búð? Að það sé einhver stéttaskipting, að þessi búð hafi ekki verið einhver lágstéttarbúð því það voru engir svartir þarna inni?“ segir Brynja og bendir á að greinin er skrifuð um atvik sem átti sér stað 2006 ekki 1906.

Að lokum hvetur hún fólk til að vera meðvitað.

„Mér finnst að við þurfum að passa svona orðræðu. Að þetta sé ekki eitthvað sem okkur þykir eðlilegt og við flettum á næstu grein, að þetta stuði okkur því þetta á að stuða okkur.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“