fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Sigga Dögg með tárvotar kinnar eftir Kastljósið – „Ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín og við mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. janúar 2022 10:10

Samsett mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur birti myndband í beinni útsendingu á Instagram í gær í kjölfar Kastljós þáttarins þar sem hún mætti Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur kynjafræðikennara í rökræðum um kynfræðslu ungmenna. Í útsendingunni brotnaði Sigga Dögg saman og þakkaði fylgjendum sínum á miðlinum innilega fyrir allan stuðninginn og fallegu skilaboðin sem hún hafði fengið í kjölfar þáttarins. Hún sagði að hún hafi aldrei lent í því áður að einhver tali við hana eins og Hanna Björg gerði og henni hafi liðið mjög illa eftir þáttinn.

Sjá einnig: Hanna Björg gagnrýndi Siggu Dögg harðlega í Kastljósi – „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því“

Sigga Dögg var, líkt og áður segir,  gestur í þættinum ásamt Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur kynjafræðikennara. Þær tókust á um kynfræðslu í kjölfar greinar Hönnu Bjargar og Maríu Hjálmtýsdóttur um kynfræðslu og kyrkingar. En greinin hefur valdið miklu fjaðrafoki og rökræðum um hvort að ungmenni ættu að vera frædd um harkalegri hliðar kynlífs og athafnir á borð við flengingar og kyrkingar sem gjarnan eru tengd við BDSM-hneygð.

„Mér leið ógeðslega illa eftir þetta Kastljós viðtal, mér fannst eins og það hefði verið komið illa fram við mig og talað illa við mig og til mín. Mér finnst það mjög skrýtið og ég reyni að gera þetta ekki […] Að fá þetta frá ykkur er búið að vera svo svakalega dýrmætt og ég er ótrúlega þakklát,“ segir hún.

Sjá einnig: Hanna Björg og María gagnrýndar fyrir skrif sín um kyrkingar og kynlíf – „Stelpur geta verið femínískar og fílað flengingar“

„Ég verð bara geðveikt klökk. Vá hvað [skilaboðin frá ykkur] eru ótrúlega falleg,“ segir Sigga Dögg og þakkar stuðninginn.

„Takk fyrir að senda mér svona ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum. Ég á eiginlega bara ekki til orð. Ég hef aldrei lent í þessu áður, ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín og við mig. Og ég set 100 prósent hjarta í allt sem ég geri og ég veit að þið vitið það, og þið eruð að skrifa svo ótrúlega margt fallegt og ég fæ bara eitthvað svona,“ segir Sigga Dögg og brotnar saman.

Sjá einnig: Sigga Dögg slær til baka – „Elska þegar fólk talar um mig án þess að nefna mig á nafn“

„Ég fer ekki að gráta auðveldlega, ég geri þetta ekki, ég fer ekki að gráta í cameru og einhverju viðtali, og þetta var ekki planað.“

„Ég veit hvað þetta skiptir máli“

„Ég veit hvar potturinn er brotinn og ég veit hvað er hægt að gera betur og ég verð að fá að vera hluti af því. Því ég veit hvað þetta skiptir máli og ég veit hvað er vont að líða illa með hvernig kynvera maður er og skammast sín og burðast með það, og vilja vera öðruvísi og vilja breytast og ég get bara ekki vaknað og farið út í daginn og vitað að einhver annar burðist með svoleiðis. Það er bara ekki í boði. Það bara má ekki. Nú erum við bara komin á þann stað í samfélaginu að við getum talað saman og við megum það,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu