fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Hanna Björg og María gagnrýndar fyrir skrif sín um kyrkingar og kynlíf – „Stelpur geta verið femínískar og fílað flengingar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 10:04

Samsett mynd. Frá vinstri: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Edda Falak, Sólborg Guðbrandsdóttir og Sóley Tómasdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill kynjafræðikennaranna Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur verið talsvert á milli tannanna á fólki . Pistillinn er titlaður: „Klám, kyrkingar og kynlíf“ og birtist á Vísi í gær.

Í pistlinum gagnrýna þær kynfræðslu „aðkeypts kynfræðara“ og „áhrifavalds“, án þess að nefna nokkurn á nafn, og segja það afleitt að börnum sé „kennt að kyrkja hvert annað“.

Skrif þeirra hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum og meðal annars sögð ýta undir skömm kvenna í kynlífi. Þekktir aðilar, sem hafa verið áberandi í umræðunni um kynferðisofbeldi og kynfræðslu, hafa einnig gagnrýnt pistillinn, eins og Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og rithöfundur, og aktívistinn og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak. Fyrrverandi borgarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir kemur Hönnu Björg og Maríu til varnar og segir að „þegar gömlu femmarnir skrifa harðorðar greinar eru þær ekkert að grínast. Þær eru að vera óþægilegar – eins og við vitum að skiptir máli.“

„Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt?“

„Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki?“ Segja Hanna Björg og María.

„Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“.“

Hanna Björg og María segja að kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og „breath play“, séu lífshættulegar.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Mynd/Anton Brink

Eiga að skammast sín

Þær segja að þeir sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir eða leggur í hættu ætti að upplifa skömm, og sá sem fær „fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín.“

„Og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín.“

Sólborg Guðbrandsdóttir. Mynd/Ernir

Harðlega gagnrýnd

Skrif Hönnu Bjargar og Maríu hafa verið harðlega gagnrýnd á Twitter, meðal annars af rithöfundinum og fyrirlesaranum Sólborgu Guðbrandsdóttur. Hún stjórnaði Instagram-síðunni Fávitar um árabil, sem barðist gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Í lok árs 2020 var hún í forystu fyrir nýskipaðan hóp um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum.

Sólborg segir að hún var einu sinni afbókuð á fyrirlestur því hún svaraði spurningu um endaþarmsmök ári áður.

„Unglingarnir vildu vita hvernig þau gætu gert það varlega. Foreldrafélaginu fannst ekki við hæfi að ég benti þeim á að pressa ekki, gera hlutina rólega, nota verjur og sleipiefni. Að ég hafi vogað mér,“ segir hún.

Edda Falak, aktívisti og hlaðvarpsstjórnandi gagnrýnir einnig skrif kynjafræðakennaranna.

Fjölmargir hafa tekið undir með Eddu.

Sóley Tómasdóttir. Mynd/Pjetur

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi VG, segir að það sé ekki „af tepruskap sem femínistar gagnrýna klám. Af því að þeir vilji bara að fólk stundi kynlíf í trúboðsstellingu eftir giftingu. Það er af því að klámið er stór hluti félagsmótunar í samfélagi sem tekst ekki að uppræta ofbeldi gegn konum og jaðarsettu fólki,“ segir Sóley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu