CNN og TMZ segja að umboðsmaður hans hafi staðfest andlát hans í nótt að íslenskum tíma.
Coolio hét réttu nafni Artis Leon Ivey Jr.
Hann var í heimsókn hjá vini sínum í Los Angeles í gær og þurfti að bregða sér á salernið. Þegar vini hans fór að lengja eftir honum fóru þeir að kanna með hann og fundu hann liggjandi líflausan á gólfinu að sögn TZM.
Hann var úrskurðaður látinn þegar sjúkraflutningsmenn og læknir komu á vettvang.
Coolio öðlaðist heimsfrægð 1995 með laginu „Gangsta‘s Paradise“ sem var notað í kvikymdinni „Dangerous Minds“. Lagið var á toppi vinsældalista vikum saman og Coolio hlaut Grammyverðlaun fyrir lagið.