fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fókus

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Fókus
Fimmtudaginn 29. september 2022 09:53

Max Verstappen Mynd/ AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Max Verstappen, heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun bera merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með komandi Singapúrkappakstri, og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils. Verstappen mun einnig taka ríkari þátt í gerð efnis sem aðeins verður aðgengilegt áskrifendum Viaplay. Kemur það í kjölfar Viaplay-heimildarþáttanna ‘Verstappen – Lion Unleashed’ og ‘Master of the Track’, sem komu út á þessu ári og hlutu afar góðar viðtökur.

Max Verstappen mun búa til nýtt efni fyrir áskrifendur Viaplay sem frumsýnd verður milli þess sem yfirstandandi keppnistímabilinu lýkur í nóvember og en áður en keppnistímabilið 2023 hefst. Enn fremur hefur hlutverk Verstappen sem sendiherra Viaplay verið útvíkkað. Eins og sagt var frá í janúar nær það til markaða þar sem Viaplay hefur sýningarréttinn á Formúlu 1, en það mun nú ná til allra svæða Viaplay, þar á meðal svæða þar sem Viaplay Select er í boði.

 

„Ég er hæstánægður með aukið samstarf við Viaplay. Samvinnan hefur verið mjög ánægjuleg til þessa og ég hlakka til að búa til meira hágæðaefni í sameiningu, fyrir alla aðdáendur Formúlu 1. Eins og við vitum er streymið nýja leiðin í útsendingum og mér finnst Viaplay standa sig virkilega vel í að móta þessa framtíð,“ segir Max Verstappen.

 

„Samstarf Viaplay og Max hefur gengið einstaklega vel og nú förum við í sameiningu upp um einn gír. Nýja heimildamyndaröðin mun skemmta áhorfendum á milli keppnistímabilanna, en um leið sýna færni Viaplay við að segja sögur úr íþróttaheiminum. Aðdáendur munu komast í enn meira návígi við manninn á bak við hjálminn – sama hjálm og mun koma lógói Viaplay á framfæri við milljónir út um allan heim, allar keppnishelgar,“ segir Peter Nørrelund, íþróttastjóri Viaplay Group.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Skellur fyrir Arsenal
Fókus
Í gær

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye
Fókus
Í gær

Eiríkur Örn varar menntaskólakennara landsins eindregið við

Eiríkur Örn varar menntaskólakennara landsins eindregið við
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bryan Adams til Íslands

Bryan Adams til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvernig þau halda neistanum gangandi eftir 18 ár: Opið samband eykur spennu og forvitni

Hvernig þau halda neistanum gangandi eftir 18 ár: Opið samband eykur spennu og forvitni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blóði drifinn og óljós uppruni Valentínusardagsins – Hýðingar, heiðingjar og aftökur

Blóði drifinn og óljós uppruni Valentínusardagsins – Hýðingar, heiðingjar og aftökur