Borgarleikshúsið frumsýnir í kvöld á Stóra sviðinu sprenghlægilega gamanleikinn Bara smástund! eftir eitt þekktasta leikskáld Frakka, Florian Zeller, í leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Meðal leikara eru Bergur Þór Ingólfsson, Jörundur Ragnarsson, Sólveit Arnarsdóttir og Vilhelm Neto.
Í lýsingu á verkinu segir:
Michel sér fram á ljúfan laugardag í ró og næði og tækifæri til að hlusta á mjög sjaldgæfa og goðsagnakennda djassplötu sem hann hefur fundið á markaðnum, en það virðist ekki eiga að verða. Natalie, eiginkona hans vill ræða son þeirra, Sebastien, sem vill láta breyta nafni sínu í Fucking Rat, og henni finnst líka tími til kominn að horfast í augu við gamlar syndir úr sambandinu; hjákonan er þjökuð af samviskubiti og vill ljóstra upp um hliðarspor Michels, framkvæmdirnar á baðherberginu eru að fara úr böndunum, það lekur niður til nágrannans og iðnaðarmaðurinn reynist ekki allur þar sem hann er séður