Á mánudaginn síðastliðinn steig Instagram-fyrirsætan Sumner Stroh fram í myndbandi á TikTok og hélt því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Adam Levine, söngvara hljómsveitarinnar Maroon 5.
Adam tjáði sig um málið í gær og þvertók fyrir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, en viðurkenndi að hann hafi „stundum átt óviðeigandi“ samskipti við aðrar konur á netinu.
Í samtali við Page Six sagði Sumner Adam fara með rangt mál og að samband þeirra hafi verið „líkamlegt“ og átt sér stað á seinasta ári er hún „útskrifaðist úr háskólanum.“
Sjá einnig: Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið
Svo virðist sem söngvarinn hafi verið virkur á samfélagsmiðlum, að minnsta kosti ef marka má skjáskotin sem fyrirsæturnar Alyson Rose og Maryka hafa birt.
Alyson birti nokkur skjáskot, í tveimur myndböndum á TikTok, af meintum samskiptum þeirra. Adam á að hafa skrifað til hennar: „Ég ætti ekki að vera að tala við þig. Þú veist það, er það ekki?“
Alyson sagði að hún ætti „fullt af“ skjáskotum af samskiptum þeirra en hún tók ákvörðun um að deila þeim ekki því þau voru „óviðeigandi“ og „mér líður ekki vel að deila öllu.“
„Margar vinkonur mínar vissu af þessu og voru í áfalli. Ef aðrar stelpur hafa sömu reynslu af honum þá finnst mér þær ættu að greina frá því opinberlega, því ég dauðvorkenni eiginkonu hans og enginn verðskuldar þetta,“ sagði hún á TikTok.
Hún hefur nú eytt báðum myndböndunum en aðrir áhrifavaldar hafa birt þau eins og sjá má í spilaranum hér að neðan.
@riristea A Second Woman (Alyson Rosef) Accuses Adam Levine Of Trying To Cheat On Behati Prinsloo With Her #adamlevine #alysonrosef #behati #behatiprinsloo #sumnerstroh #adamlevinewife #behatihusband #riristea #entertainmentnews #celebritynews #celebnews ♬ original sound – RiRi’s Tea ☕️
Vinkona fyrirsætunnar Maryka, Dana, gerði myndband fyrir hönd fyrirsætunnar og birti skjáskot af meintum samskiptum Adams og Maryka, ásamt myndbandi sem söngvarinn á að hafa sent henni þar sem hann sagðist vera heimskur.
„Ég er núna með þig á heilanum“ og „leiddu athyglina frá því með því að ríða mér“ á hann meðal annars að hafa sagt.
„Gaur, ertu ekki giftur,“ sagði Maryka þegar þau byrjuðu að tala saman og Adam svaraði: „Jú, en þetta er frekar flókið. Aðstæður eru erfiðar og myndbandið hjálpaði ekki. Ég gæti komist undan.“
Ekki er ljóst um hvaða myndband hann vísar í.
View this post on Instagram
Það er ekki hægt að staðfesta að svo stöddu hvort skilaboðin séu raunverulega frá honum eða ekki.
Adam Levine, 43 ára, og eiginkona hans, Victoria‘s Secret fyrirsætan Behati Prinsloo, 34 ára, eiga von á sínu þriðja barni. Þau hafa verið saman síðan 2012 og gift síðan 2014.