fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Reisuleg og falleg hús með sögu út í Flatey

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 14:25

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn tvö einstök hús sem eiga sér langa og mikla sögu sem vert er að varðveita, Ásgarð sem byggður var árið 1907 og Bentshús sem byggt var 1871.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sjónvarpsþættinum Matur og heimili í kvöld líkt og síðasta þriðjudag leggur Sjöfn Þórðar leið sína til Flateyjar í Breiðafirði sem er mikil náttúruperla sem hefur að geyma elstu þorpsmynd landsins. Húsin einstaklega falleg og minna á gamla tímann. Sjöfn heimsækir tvö einstök hús sem eiga sér langa og mikla sögu sem vert er að varðveita, Ásgarð sem byggður var árið 1907 og Bentshús sem byggt var 1871.

Teitur Atlason, sonur Atla Heimis Sveinssonar tónskálds heitins sem var einn afkomenda húseiganda tekur á móti Sjöfn og gefur henni innsýn í þetta reisulega og glæsilega hús. Ásgarður var byggður 1907 fyrir Guðmund Bergsteinsson kaupmann sem íbúðar- og verslunarhús. Guðmundur tók við verslun tengdaföður síns Eyjólfs Einars Jóhannssonar 1900, keypti Gamlhús, þá 130 ára gamals hús og reif niður en byggði Ásgarð á grunni þess. Hann rak umfangsmikla verslun og útgerð í Flatey í fjölmörg ár.

„Ásgarður var bæði íbúðar- og verslunarhús og Guðmundur og kona hans, Jónína Eyjólfsdóttir, versluðu þar um langt árabil eða frá árinu 1907 og fram yfir 1960. Gamla sölubúðin stendur enn meira og minna óbreytt í norðurenda hússins, þetta er merkasti hluti hússins,“ segir Teitur bætir því við að til standi að gera upp gömlu verslunina. Meðal afkomenda þeirra Guðmundar og Jónínu eru Jóhann Salberg, fyrrum sýslumaður á Sauðárkróki og víðar, Atli Heimir Sveinsson heitinn tónskáld og Guðmundur Benediktsson þulur Ríkisútvarpsins.

Aðspurður segir Teitur að faðir hans heitinn hafi varið miklu tíma í Ásgarði og þar hafi honum þótt gott að vera og yrkja í kyrrðinni. „Hann var mikið hér og leið vel, hann skrifaði músík og fékk innblásturinn hér út í eyjunni,“ segir Teitur.

Úlf Bergmann sem er afkomandi Hallbjörns Bergmanns sem átti Bentshús og eiginkona hans Guðlaug Kristmundsdóttir bjóða Sjöfn heim og kynna fyrir henni sögu hússins og endurbæturnar sem þau hafa farið í.

„Húsið var byggt árið 1871 af Bent Jónssyni kaupmanni en hann drukknaði 1873 í Breiðafirði á heimleið úr verslunarferð frá Danmörku. Bent hafði keypt lóðina undir Bentshús af ekkjunni Herdísi Benedicts,“ segir Úlf. En árið 1894 keyptu húsið þau Hallbjörn Bergmann langafi Úlfs skipstjóri og kona hans Guðlaug Þorgeirsdóttir í félagi við Jóhann Guðjón Arason skipstjóra á skútunni Arney og konu hans Valborgu Sigrúnu Jónsdóttur.

Faðir Úlfs og synir systur pabba hans sem er látin eru eigendur hússins í dag. Hjónin ásamt frændfólki Úlfs hafa undanfarið farið í miklar endurbætur á efri hæð hússins og haldið í hið gamla um leið í takt við anda hússins. „Það má segja að við höfum verið að dytta að húsinu síðastliðin fimmtíu ár. Til dæmis er búið að skipta um klæðningu á húsinu tvisvar sinnum. En eldhúsið gerðum við upp í fyrra. Sjálfum finnst mér skemmtilegast að vera hér á vorin þegar við frændurnir erum að dytta að húsinu,“ segir Úlf sem nýtur þess að vera út í Flatey og njóta þess sem eyjan býður upp á. „Að heyra öldugjálfrið og í fuglunum er óviðjafnanlegt,“ segir Úlf.

„Draumurinn er að vera hér um áramót, en það eru mjög margir húseigendur sem eru farnir að halda áramótin hér,“ segja hjónin Úlf og Guðlaug. „Þá safnast fólkið hér upp í kirkju og skýtur þar flugeldum því það er bannað að skjóta þeim upp í þorpinu, svo fer það inn í kirkju og skálar.“

Fróðlegur og skemmtilegur þáttur framundan á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Hide picture