fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fókus

Er Salka Sól komin með íslenskt EGOT?

Fókus
Mánudaginn 19. september 2022 19:01

Salka Sól.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins sautján manns eru það sem kallast EGOT-verðlaunahafar en það eru þeir sem hafa hlotið Emmy verðlaunin, Grammy, Óskarinn og Tony verðlaunin. Sem kunnugt eru Emmy verðlaunin veitt í bandarískum sjónvarpsiðnaði, Grammy verðlaunin fyrir tónlist, Óskarinn fyrir kvikmyndagerð og Tony verðlaunin eru veitt í bandaríska leikhúsheiminum.

Meðal þeirra sem státa af því að hafa hlotið öll þessi fern verðlaun eru til að mynda Audrey Hepburn, Andrew Lloyd Webber og Mel Brooks.

Salka Sól Eyfjörð er einn hæfileikaríkasti listamaður íslensku þjóðarinnar og hefur hlotið fjölda verðlauna á því sviði.

Hún lék stórt hlutverk í kvikmyndinni Birta sem fékk Edduverðlaunin í gær sem Barna- og unglingaefni ársins.

Þetta leiddi til þess að Salka Sól spurði sig mikilvægrar spurningar á Twitter: „Þá hef ég fengið Grímuna, Edduna, Ístón, Hlustendaverðlaunin og Hljóðbókaverðlaunin..er ég þá komin með íslenskt EGOT ?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gælunafn Markle meðal þjónustufólks konungsfjölskyldunnar

Gælunafn Markle meðal þjónustufólks konungsfjölskyldunnar