fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Adam Levine sagður hafa haldið framhjá – Vildi nefna ófædda barnið sitt eftir hjásvæfunni

Fókus
Mánudaginn 19. september 2022 22:06

Hjónakornin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-fyrirsætan Sumner Stroh birti í dag myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún segir Adam Levine, söngvara Maroon 5, hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með sér. Myndbandið birtist einungis þremur dögum eftir að eiginkona Levine, Behati Prinsloo, staðfesti að þau ættu von á sínu þriðja barni saman.

Í myndbandinu sýnir Stroh skjáskot af skilaboðum sem Levine á að hafa sent á hana en í þeim sést Levine tala um hversu myndarleg Stroh er. Fyrirsætan segir þó að henni líði eins og Levine hafi notfært sér það hversu ung og auðtrúa hún var þegar þau hittust. „Ég var ekki á sama stað í bransanum og ég er núna. Svo það var mjög auðvelt að spila með mig,“ segir hún í myndbandinu.

Það var nokkuð síðan hún hafði spjallað við Levine en síðan fékk hún aftur skilaboð frá honum í sumar upp úr þurru. Þar sagðist söngvarinn vera með alvarlega spurningu: „Ég er að eignast annað barn og ef það er strákur þá langar mig að nefna hann Sumner. Er það í lagi þín vegna? Mér er grafalvara.“

Stroh segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að segja frá þessu núna er sú að hún hafði verið búin að senda skjáskot af skilaboðunum á fólk sem hún hélt að hún gæti treyst. Einn af þeim sem hún sendi skjáskotin var farinn að reyna að selja þau til slúðurmiðla og því ákvað Stroh að stíga sjálf fram. Hún segir þó að það hafi ekki verið það sem hún vildi gera.

Levine og Prinsloo byrjuðu saman árið 2012 og giftust árið 2014. Þau hafa því verið saman í 10 ár og gift í 8 ár. Þau eiga tvær dætur saman sem fæddust 2016 og 2018. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um myndband fyrirsætunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn