Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal, eigandi Ysland, og Fjóla Katrín Steinsdóttir, sálfræðingur, gengu loks í það heilaga í gær. Parið ætlaði að að gifta sig í september fyrir tveimur árum en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og því tafðist stóri dagurinn þeirra um tvö ár.
En allt gekk upp í gær og Jón Gunnar og Fjóla Katrín voru gefin saman í Fríkirkjunni í Reykjavík, umkringd fjölskyldu og vinum. Saman eiga þau tvö börn en Jón Gunnar á tvö börn úr fyrra sambandi.