fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Heilbrigðisstarfsmenn voru heiðraðir fyrir þjónustu við langveik börn

Fókus
Föstudaginn 16. september 2022 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Míuverðlaunin voru afhent í þriðja sinn í gær við hátíðlega athöfn á Spritz Venue, Reykjavík. Tíu heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum. 

„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera „bara vinnan sín“ getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfsstétt sem er, hvar á landinu sem er,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. 

Epal eru aðalstyrktaraðilar verðlaunanna í ár og leyndi það sér ekki að viðburðurinn var einstaklega fallegur. Veitingarnar voru styrktar af Ölgerðinni, Hamborgarafabrikkunni, Töst og Gulla Bakara. Patricia Arjona, innanhússarkitekt, stíliseraði viðburðinn. 

Tryggvi Helgason, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins og Domus Medica, hlaut Míuverðlaunin að þessu sinni.

Brynja Dan, athafnakona, afhenti Míuverðlaunin ásamt Ingu Elínu einni virtustu handverkskonu Evrópu, sem hannaði verðlaunagripinn. Skúlptúrinn, prýðir fallega orðið “hugrekki” sem hefur verið einkennisorð Mia Magic og er tekið úr fyrstu bókinni, Mía fær lyfjabrunn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024