fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Margrét Danadrottning orðin eina drottningin eftir fráfall frænku

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 13. september 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með andláti Elísabetar II Bretadrottningar hafa augu heimsins í auknum mæli beinst að hinni fjarskyldu frænku okkar, Margréti Þórhildi, sem orðin er 82 ára gömul. 

Opinber mynd af drottningu í tilefni af krýningu hennar árið 1972.

Ekki aðeins eru hún nú eina drottning heims á valdastóli heldur hefur hún nú vermt hásætið öllum núlifandi þjóðhöfðingjum lengur. að undanskildum súltaninum af Brúnei. 

Og þó. 

Frænkur

Margrét fagnar 50 ára valdaafmæli í núna í vikunni og þótt að súltaninn hafi tæknilega setið á stólið frá 1967 tók hann ekki formlega við titli þjóðhöfðingja fyrr en Brúnei hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1984. 

Það eru sérstaklega Bretar sem sýna Margréti áhuga þessa dagana, eins og ef til vill eðlilegt má teljast. Enda voru þær drottningarnar tvær frænkur, báðar með blátt blóð Viktoríu drottningar í æðum. Margrét kallaði Elísabetu gælunafninu sem aðeins hinum nánustu var leyft að nota, Lilibet, og Elísabet kallað Margréti aldrei annað en Daisy.

Þær frænkur voru afar nánar.

,,Tengdamóðir Mary“

En það sem hvað skondnast er við lestur breskra dagblaða í umfjöllun um Margréti og valdaafmæli hennar er að hún er oftar kölluð ,,tengdamóðir Mary prinsessu” en ,,Danadrottning”. Bretar eru nefnilega afar áhugasamir um prinsessuna sem gift er Friðriki krónprins enda Mary áströlsk að uppruna og þar af leiðandi fædd innan breska samveldisins. 

Hún og hin nýja prinsessa af Wales, áður þekkt sem Kate Middleton, þykja einnig sláandi líkar í útliti, fatastíl og framkomu sem enn eykur á áhuga Breta á hinni ,,dönsku Kate” eins og hún er stundum nefnt í gulu pressunni. 

Þær Kate og Mary þykja afar líka í útlit, smekk og framkomu. Mynd/Getty

Öskubakkadrottningin

Þær frænkur, Elísabet og Margrét, þóttu aftur á mörgu leiti afar ólíkar. Margrét drottning hefur á stundum verið kölluð ,,öskubakkadrottningin” vegna keðjureykinga sinna sem er athæfi sem bresku frænku hefði aldrei komið til hugar. Margrét hefur reykt á opinberum myndum, með barnabörn sín sér við hlið og við opinberar heimsóknir. Hún kveikti meira að segja í rettu við opinbera heimsókn á lungnadeild hjúkrunarheimilis í eitt skiptið. Sagt er að fyrir heimsóknir hennar í dönsku óperuna hafi þess verið vandlega gætt að slökkva á öllum reykskynjurum.

Margrét hefur aldrei kippt sér upp við að vera mynduð reykjandi. Ekki einu sinni með barnabörnunum.

Þegar að hennar hátign heiðraði Hörpu með nærveru sinni árið 2013 var þess gætt að hafa öskubakka til staðar til að Margrét gæti fengið sér smók.  

Margrét hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali.

Kemur engum við

Margrét hefur ávallt látið gagnrýni sem vind um eyru þjóta, svo og öll hennar fjölskylda, og lét Hinrik prins, eiginmaður hennar sálugi, eitt sinn hafa eftir sér að það kæmi engum við ef fólk kysi að reykja sig í hel. 

Margrét hefur líka verið óhrædd við að klæða sig að eigin smekk ólíkt hinni formföstu Elísabetu frænku. 

Margrét Alexandra Þórhildur Danadrottning er sem fyrr segir eina drottning heims á valdastóli í dag.

Elisabeth, Amalia, Viktoría, Ingrid og Leonor.

Prinsessur Evrópu

Þær eru þó nokkrar prinsessurnar sem mega eiga von á titlinum í framtíðinni og eru krónprinsessur Evrópu eftirfarandi: 

Viktoría, fædd 1977, mun taka við af föður sínum, Karl Gústaf, Svíakonungi.

Leonor, fædd 2005,  mun taka við af föður sínum, Felipe, Spánarkonungi.

Amalia, fædd 2003,  mun taka við af föður sínum, Willem-Alexander, Hollandskonungi.

Elisabeth, fædd 2001, mun taka við af föður sínum, Filip, Belgíukonungi.

Og að lokum má nefna Ingrid Alexöndru, fædda 2004, barnabarn Haraldar Noregskonungs. Hún verður krónprinsessa þegar að Hákon faðir hennar tekur við af föður sínum. Haraldur er 85 ára gamall. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025