Hún og lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson létu pússa sig saman í Las Vegas í maí síðastliðnum en hafa haldið því leyndu þar til nú.
View this post on Instagram
„Þetta gerðist þegar við fórum til Vegas í maí í mjög svo groovy kapellu. Sorry to my besties sem ég sagði ekki frá þessu. Hamingjuóskir afþakkaðar, þar sem alvöru brúðkaup verður haldið seinna,“ skrifar hún með brúðkaupsmyndunum.
Tara Sif hefur getið sér gott orð sem dansari og danskennari um árabil og nýtur einnig vinsælda á Instagram. Hún er annar stofnandi SoFestive, fyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefna- og viðburðarstjórnun.
Elfar Elí fór á skeljarnar í byrjun árs 2022 á Kistufelli í sólsetrinu.
View this post on Instagram