fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Une Misère með nýjan söngvara og blása til tónleika

Fókus
Fimmtudaginn 8. september 2022 11:11

Une Misère. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Une Misère blæs til tónleika í Ægisgarði úti á Granda á föstudaginn 9. september.

Une Misère kemur fram í fyrsta sinn eftir dágóða hvíld og verður þetta í fyrsta sinn sem Rúnar Geirmundsson – nýi söngvari hljómsveitarinnar – kemur fram með þeim. Eins verður frumflutt nýtt efni sem er afrakstur samstarfs þeirra.

Rúnar Geirmundsson. Aðsend mynd.

Une Misère gaf út breiðskífuna ‘Sermon’ árið 2019 og hlaut fyrir hana mikið lof bæði innan og utan landsteina. Í kjölfarið ferðaðist sveitin heimshorna á milli og lék þar með mörgum fremstu þungarrokkssveitum heims líkt og Lamb of God, Arch Enemy, Slayer og Thy Art Is Murder.

Sveitin leikur Hardcore Metal með áhrifum víða úr litrófi þyngra rokks, en Une Misère hefur ekki síst verið hampað fyrir að vera afar aðgengileg þrátt fyrir hrjúfan og kröftugan hljóðheim. Lifandi flutningur sveitarinnar hefur eins löngum verið áleitinn, en með tilkomu Rúnars í lykilhlutverk sitt sem söngvari Une Misère er framtíðin björt fyrir þeim félögum.

Necksplitter, Krownest og Elli Grill hita upp og fer fyrsta band á svið klukkan 20:30.

Hægt er að lesa nánar um viðburðinn og kaupa miða á Tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa