fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Hún var þekkt sem „ljótasta kona í heimi“ – Sagan af móður sem var tilbúin til að láta niðurlægja sig daglega fyrir börnin sín

Fókus
Fimmtudaginn 8. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Ann Bevan var þekkt sem „ljótasta kona heims“ þegar hún var uppi á 19. öld. Saga hennar er saga móður sem var tilbúin að gera hvað sem er fyrir börn sín, jafnvel þó það fæli í sér daglega niðurlægingu. 

Mary Ann Webster fæddist 20. desember 1874 inn í stóra millistéttar fjölskyldu í London. Hún ólst upp með stórum systkinahóp og átti ósköp eðlilega barnæsku. Hún fékk hjúkrunarleyfi árið 1894 og giftist fljótlega manni að nafni Thomas Bevan sem líkt og hún var ósköp venjulegur.

Þau hófu saman ljúft og hamingjuríkt líf og áttu saman tvær dætur og tvo syni. Það var því mikill harmleikur þegar Thomas féll skyndilega frá árið 1914 en eftir það sat Mary Ann ein eftir með fjögur börn og litlar tekjur.

Æsavöxtur breytti útliti hennar mikið

Skömmu eftir að hún gifti sig hafði Mary Ann einnig tekið eftir því að líkami hennar var að breytast. Á daginn kom að hún var með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast æsavöxtur (e. acromegaly). Sjúkdómur þessi stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Þegar þessi offramleiðsla hefst á barnsaldri veldur hún risavexti en þegar hún hefst á fullorðinsárum verða hægfara breytingar þar sem hendur, fætur, nef, augabrúnir, eyra og haka vaxa, húðin dökknar og rödd verður rám. Sjúkdómurinn veldur einnig truflun á starfsemi margra líffæra.

Oftast starfar þessi offramleiðsla vaxtarhormóns af æxli í heiladingli og er meðferð við sjúkdómnum skurðaðgerð, geislun eða lyfjameðferð. Þetta stóð þó ekki auðveldlega til boða við aldamótin 1900 og hófst þarna átakanlegur kafi í lífi þessarar ungu konu sem fram til þessa hafði átt svo ósköp venjulegt líf.

Hendur og fætur Mary Ann fóru þarna að vaxa mikið. Enni hennar og kjálki stækkuðu einnig mikið sem og nef hennar.

Þegar maður hennar lést hafði hún lítið á milli handanna og skerta getu til að afla sér tekna þar sem breytt útlit hannar vegna sjúkdómsins gerði það að verkum að hún átti erfitt með að finna vinnu. Hún tók því öllum þeim tímabundnu störfum sem henni buðust.

Sagt að þetta væri það eina sem hún hentaði í

Hún var þarna orðin varanlega afmynduð á líkama og í andliti. Síðar sagði aðili sem starfaði með henni um tíma að hún hafi heyrt frá bónda nokkrum sem hún vann fyrir að „það eina sem hún hentaði í væri keppni um ljótustu konuna“

Mary Ann ákvað að taka þessa móðgun ekki inn á sig heldur líta á hana sem tækifæri. Hún fór því og skráði sig í einmitt þannig keppni og þar hafði hún betur gegn 250 keppinautum.

Þarna vakti hún athygli aðila sem stóðu fyrir furðusýningum (e. sideshow) og þar sem læknar höfðu sagt Mary Ann að ástand hennar ætti bara eftir að versna ákvað hún að nýta sér þessar útlitsbreytingar til að geta séð börnum sínum framfæri.  Fljótlega var hún farin að taka þátt í farandsýningum víðs vegar um Bretland.

Hún svaraði árið 1920 auglýsingu í blaði þar sem stóð eftirfarandi: „Auglýsum eftir ljótustu konunni. Ekkert ógeðslegt, limlest eða afmyndað. Góð laun í boði og langur ferill fyrir útvalinn umsækjanda. Sendið nýlega ljósmynd.“

Um var að ræða auglýsingu frá furðusýningu sem Claude Bartram rak. Hann sagði síðar í viðtali:

„Hún var ekkert fráhrindandi. Hún var með góðlátlegt andlit sem maður sér gjarnan á risum, kraftmikinn karlmannlegan kjálka, stór kinnbein, nef og enni, en hún var ekki með nein lýti og var heilbrigð og sterk.

Hún sagði mér að hún væri ekki hrifin af hugmyndinni að sýna sig. Hún var feimin og vildi ekki skilja við börnin sín.

Ég sagði henni að hún fengi 10 pund á viku í heilt ár og svo ferðakostnað greiddan og fengi sjálf að halda öllum peningum sem hún fengi fyrir að selja myndir af sér svo hún gæti borgað fyrir menntun barnanna.

Hún maldaði í móinn en féllst loks á þetta.“

Hélt til Bandaríkjanna

Eftir að Mary Ann sendi þeim mynd af sér var henni boðið að ferðast til Bandaríkjanna, til New York, að taka þátt í furðusýningunni á Coney Island Dreamland skemmtigarðinum sem var þá einn vinsælasti staðurinn fyrir furðusýningar í heiminum.

Þar var Mary Ann sýnd ásamt öðrum þekktum nöfnum í furðusýningabransanum svo sem Lionel– manninum með ljónaandlitið, Zip nálarhaus, og húðflúruðu konunni Jean Carroll.

Mary Ann lét þessa niðurlægingu þegjandi og hljóðalaust yfir sig ganga. Hún brosti vélrænt og seldi myndir af sjálfri sér og tryggði sér þannig pening til að geta borgað fyrir menntun barna sinna. Henni tókst með þessu að koma börnunum í góðan heimavistarskóla og skrifaði hún þeim oft.

Niðurlægð daglega allt til dauða dags

Svo liðu árin og alltaf hélt fólk áfram að flykkjast á furðusýningar til að bera Mary Ann augum. Hún náði að tryggja sér þann pening sem hún vonaðist eftir og hafði á tveimur árum þénað 20 þúsund pund sem á þeim tíma voru gífurlegir peningar.

Mary Ann var einnig vinsæl utan sýninganna og eignaðist marga vini og náði jafnvel að finna ástina að nýju. Sá er aðeins þekktur með eiginnafni sínu, Andrew, en hann sá um gíraffana á sýningunum.

Hún samþykkti líka að fara í yfirhalningu á snyrtistofu í New York þar sem snyrtifræðingar gáfu henni handsnyrtingu, nudd, sléttu á henni hárið og settu á hana farða.

Sumir viðstaddir sögðu að rauður varaliturinn og farðinn væri eins og fiskar á þurru landi á afmynduðu andliti Mary Ann. En hún sjálf leit bara í spegilinn og sagði einfaldlega: „Jæja þá er best að koma sér aftur til vinnu“

Hún átti eftir að vinna á Coney Island allt til dauðadags. En hún lét lífið 59 ára gömul árið 1933.

Minning hennar vanvirt með afmæliskorti

Mary Ann féll fljótt í gleymskunnar dá. Eða allt þar til mynd af henni var notuð í gríni á afmæliskort úr smiðju Hallmark. Þá steig fólk fram og mótmælti því að Mary Ann væri áfram niðurlægt, jafnvel eftir andlát hennar og fljótt var hætt að selja kortin.

Wouter de Herder, hollenskum innkirtlasérfræðing var misboðið vegna kortasölunnar. Hann sagði á þeim tíma, árið 2006,:

„Þar sem maður hennar var látinn þá gat hún aðeins framfleytt börnunum sínum fjórum með því að verða hluti af furðusýningu og vera þar kölluð ljótasta kona heimsins.

Mér finnst ekki eðlilegt að árið 2006 sé mynd af henni notuð til að gera sjúkt afmæliskort.

Mér finnst að þetta kort sé móðgun við alla sjúklinga sem glíma við sama ástand.“

Hallmark brást við þessu með því að vísa til þess að þau hafi talið að Mary Ann hafi bara verið svona ljót, en ekki vitað að hún glímdi við sjúkdóm. Hefði það verið vitað hefðu kortin aldrei verið framleidd.

Margir gagnrýndu þá afsökun og bentu á að þar væri Hallmark í raun að segja að það væri í lagi að gera grín af útliti fólks, svo lengi sem það væri ekki veikt.

Saga Mary Ann er um margt harmsaga, en ef betur er að gáð má sjá að þarna var á ferðinni gífurlega sterk kona sem þrátt fyrir að hafa fengið lélega hendi gefna í lífinu á sínum fullorðins árum gerði hvað hún gat til að gera hið besta úr stöðunni og nýtti sjúkdóminn sem hafði rænt hana störfum og fælt frá henni fólk – til að bjóða börnum sínum upp á betra líf – jafnvel þó að í því fælist að hún þyrfti að þola daglega niðurlægingu frá fólki sem taldi það skemmtun að stara og gera grín af einstaklingum sem ekki eru ósköp venjulegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife