Stjörnurnar hafa verið iðnar við að birta myndir frá hátíðinni á samfélagsmiðlum og dáumst við öll að glæsileika þeirra og veltum því fyrir okkur hvernig þeim tekst að vera svona fullkomnar. En það er mikilvægt að hafa í huga að þessar stjörnur eru með stílista, förðunarfræðinga og hárgreiðslumeistara á launum – það er enn mikilvægara að hafa í huga að svona líta þær ekki út í alvörunni.
Oftast er búið að eiga við myndirnar í myndvinnsluforriti, setja einhvern „filter“ yfir svo húðin virðist jafnari, breyta birtuskilyrðum og jafnvel eiga við einhverja líkamshluta.
Instagram-síðan Problematic Fame vekur athygli á muninum á raunveruleikanum og samfélagsmiðlunum og hvernig Instagram getur haft áhrif á fegurðarstaðla samfélagsins. Síðan birtir reglulega myndir sem stjörnurnar birta sjálfar á samfélagsmiðlum og ber þær saman við upprunalegu myndirnar.
Sjá einnig: Kom upp um J.Lo – „Ég er sjaldan í sjokki en þetta er eitthvað annað“
Í færslunni hér að neðan sjáum við „raunverulega“ húðáferð stjarnanna á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
View this post on Instagram