fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tanja Ýr á tímamótum og lokar stórum kafla í lífi sínu

Fókus
Þriðjudaginn 6. september 2022 08:43

Mynd/Instagram @tanjayra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir lokar stórum kafla í lífi sínu og kveður vörumerkið Tanja Ýr Cosmetics, fyrirtækið sem var upphaf viðskiptaferils hennar.

Tanja Ýr, sem var valin Ungfrú Ísland árið 2013, greinir frá þessu á Instagram. „Ég viðurkenni að þetta var erfið ákvörðun en ég ætla að sleppa tökunum,“ segir hún.

Hún segir að hún mun alltaf vera þakklát fyrir það sem hún lærði við rekstur fyrirtækisins og viðskiptavini þess, en nú sé kominn tími til að einbeita sér að öðrum verkefnum.

„Það hefur alltaf verið markmiðið mitt að gefa út vörur sem eru betri, öðruvísi eða skemmtilegri en þær sem eru á markaði og mér tókst það í ansi mörg ár. Hins vegar er ég komin á allt annan stað í dag og langar að einbeita mér að koma hlaðvarpinu mínu af stað, aðstoða aðra aðila við markaðssetningu eða búa til sitt eigið vörumerki – og svo að sjálfsögðu Glamista Hair. Hlakka til að fókusera á aðeins færri hluti og gera þá enn betur,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Athafnakonan stofnaði Tanja Ýr Cosmetics árið 2015, þá aðeins 24 ára gömul, og hannaði eigin gerviaugnhár sem hún seldi á síðunni. Hún nefndi fyrstu augnhárin eftir vinkonum sínum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Heimur.

Hún stofnaði hárvörumerkið Glamista Hair í lok árs 2020 ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Elmu Ragnarsdóttur. Þær kynntu þær nýja vöru á markaðinn í ágúst síðastliðnum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn