Segja má að gagnrýni Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, hjá Lestinni á RÁS 1, á raunveruleikaþáttinn um LXS-vinahópinn, hafi valdið nokkru fjaðrafoki. LXS-dívurnar brugðust ókvæða við í dag og sögðu gagnrýnina viðbjóð og að RÚV ætti að gera betur.
Virtust LXS-stúlkurnar sérstaklega ósáttar með að í gagnrýninni hafi Salvör skrifað eftirfarandi:
Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu.
Eða ef Magnea myndi í einstaklingsviðtölunum kalla Ínu Maríu heimska mellu fyrir að hafa hellt áfengum drykk yfir hausinn á henni í sundlauginni í öðrum þætti. Sunneva Einars færi í matarboð til tengdaföður síns, Bjarna Ben, þar sem kæmi í ljós að B. eldri væri ekki par sáttur við starfssvið tengdadótturinnar, hann myndi jafnvel kalla hana druslu eftir einum of mörg hvítvínsglös með humrinum. Benni litli og Sunneva yfirgæfu veisluna með tárin í augunum.
Hafa ber í huga að ofangreint tilvitnun var sett fram í því skyni að benda á að þættirnir séu að mati Salvarar lítið spennandi og ekki í takti við þá dramatík sem má finna í raunveruleikasjónvarpi erlendis. Kom Salvör með þá tilgátu að líklega væru LXS-stelpurnar með of mikið viðskiptavit og menntun til að fara „að skandalisera í sjónvörpum landsmanna“, tilvitnunin hér að ofan var lögð fram í dæmaskyni um hvað landsmenn gætu haft væntingar um ef raunveruleikaþættir LXS-stelpnanna væru í takti við erlendar hliðstæður sínar.
LXS-stelpurnar nefndu í gagnrýni sinni á gagnrýni Salvarar að það væri leitt að sjá konu rakka niður aðrar konur „til að upphefja sjálfa sig“.
Sjá einnig: LXS-dívurnar hjóla í RÚV vegna gagnrýni um raunveruleikaþáttinn – „Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið“
Þessi viðbrögð LXS-stelpnanna hafa vakið viðbrögð á Twitter þar sem gagnrýni LXS-stúlknanna á gagnrýni Salvarar er harðlega gagnrýnd.
Ég er í kasti yfir viðbrögðum LXS stelpnanna. Ég held að þær hafi aldrei lent í öðru eins, bara eitthvað fólk sem finnst þær ekki frábærar?! Wtf?!!!
— Fríða (@Fravikid) September 6, 2022
eg þegar eg les gagnrýni á eitthvað sem eg hef gert og að einhver sé ekki að fíla allt sem eg geri pic.twitter.com/J11Xr1zaJf
— slemmi (@selmalaraa) September 6, 2022
Pældu í að vera sakað um að vera boring manneskja og svara því með einhverjum boring pistli um hvað það sé óviðurkvæmilegt að einhver sem vinnur fyrir Ríkisútvarpið veitist að þér 😂
— Henrý 🇺🇦 (@henrythor) September 6, 2022
Viðbrögð LXS eru eins og öll basic viðbrögð íslenska Twitter við einhverju sem þeim finnst móðgandi.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 6, 2022
Búinn að rýna í málið. Versta takeið í þessu LXS málið er fólkið sem grípur í perlurnar og hrópar "ónei! Ekki svona ósóma á RÚV allra landsmanna!" https://t.co/oBHPjGYbqb
— Atli Viðar (@atli_vidar) September 6, 2022
Raunveruleikasjónvarp er trash og það er í raun fáránlegt að verja svoleiðis sjónvarpsefni (hvað þá þinn eigin þátt) eins og að fyrirbærið eigi að vera metið að verðleikum.
Þetta er álíka heimskt og ef að höfundar Séð og heyrt myndu drulla yfir RÚV fyrir vonda umfjöllun.
— Oddur Klöts (@clutcharinn) September 6, 2022
Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið/hlustað á. Sorglegt að sjá konur rakka niður aðrar konur til þess að upphefja sjálfa sig. Erum við ekki komnar lengra en þetta?“ segir hún.
Þarna. Mega konur þá ekki skrifa gagnrýni?
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) September 6, 2022
Hefði þá verið betra að velja karl í rýnina sem hefði skrifað það sama? Nei, þá fyrst hefði allt orðið brjálað. Skil aldrei afhverju konur mega aldrei gagnrýna konur því þá eru þær að svíkja lit…. pic.twitter.com/kb8Qonv3Iw
— Thefaintestidea (@Dimma16) September 6, 2022
Ættu kvenkyns menningargagnrýnendur að sleppa því að fjalla um verk annarra kvenna ef gagnrýnin er neikvæð? Alvöru spurning.
— Fríða (@Fravikid) September 6, 2022
Áhrifavaldurinn Birta Líf Ólafsdóttir furðaði sig á því á Twitter að meðlimir Öfga væru ekki að verja LXS-stelpurnar í þessu máli. „Jæja okey, ég er þá bara að misskilja aðgerðarhópinn Öfga, hélt að róttækir femínistar væru akkúrat fólkið sem að styðja alla kvenmenn og myndu ekki skemmta sér af grein þar sem talað er niður til þeirra, ég sleppi bara leikfimisæfingunni.“
Þú hefðir þá ekki sleppt því þegar hún segir að hún hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn? Eða commentinu að Sunneva ætti að hafa verið kölluð drusla?
— Birta Líf (@Birta96) September 6, 2022
Jæja okay, ég er þá bara að misskilja aðgerðahópinn Öfga, hélt að róttækir femínistar væru akkúrat fólkið sem að styðja alla kvenmenn & myndu ekki skemmta sér af grein þar sem er talað niður til þeirra, ég sleppi bara leikfimisæfingunni ☺️
— Birta Líf (@Birta96) September 6, 2022
Öfgar hafa staðið einna fremst í baráttunni gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.
Þessi gagnrýni Salvarar snýst ekki um að rífa niður konur, þvert á móti er þetta háð sem er beint að neysluhyggjunni og glansmyndinni sem _þættirnir_ snúast um.— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) September 6, 2022
Nú þegar LXS konur hafa sýnst þennan áhuga á femínisma býð ég spennt eftir að þær noti platforma sína til að lyfta upp baráttu minnihlutahópa!
Koma svo stelpur, við erum í þessu saman!
— Hulda Hrund 🇺🇦🏳️⚧️🏳️🌈 (@hulda_hrund) September 6, 2022
Ekki að segja að ég sé mér finnist þessi grein um LXS fyndin eða þjóni tilgangi .. en það er alveg þrotað að þær feli sig á bakvið feminisma…😵
— Ólöf Tara (@OlofTara) September 6, 2022
Svo má ekki gleyma að sá verknaður að gagnrýna kvenkyns áhrifavalda er vissulega árás á sjálfan femínisma.
— Lil Mash X (lil mashed potato) (@refastelpa) September 6, 2022
Ég veit ekki hvort þetta á við mál málanna í dag en rökin "feministar eiga alltaf að styðja konur" eiga þó augljóslega ekki við.
— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 6, 2022
Gagnrýni Salvarar virðist svo hafa fengið góðar undirtektir á Twitter, þar sem fólki fannst hún hressandi og hnyttin. Eins hafa margir bent á að eðli gagnrýni sé einmitt sú að gagnrýna afþreyingu sem slíka, og þurfi ekki að túlka slíkt sem persónuárás.
Mikið er hressandi og vel undirbyggð gagnrýni…hressandi. https://t.co/Lywcm884Q6
— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) September 6, 2022
Ok SHIT hvað þetta er fyndið og vel skrifuð gagnrýni.
Hef btw ekki séð þættina og er 0 að setja út á þá né LXS stúlkurnar- þessu er bara beint til Salvarar. Ég frussdíkafffið!!!🥰👏🏻https://t.co/dmUz30XAki
— una stef (@unastef) September 6, 2022
Við búum í samfélagi sem er svo gegnsýrt af meðvirkni að gagnrýni er lesin sem persónuníð. Og já er ekki bara að tala um LXS.
— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason 🇺🇦🏳️🌈🏳️⚧️ (@dullurass) September 6, 2022