fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gagnrýni LXS-stelpnanna á gagnrýni RÚV gagnrýnd

Fókus
Þriðjudaginn 6. september 2022 22:00

LXS-stúlkurnar t.v. og Salvör t.h. (Myndin er augljóslega samsett)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að gagnrýni Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, hjá Lestinni á RÁS 1, á raunveruleikaþáttinn um LXS-vinahópinn, hafi valdið nokkru fjaðrafoki. LXS-dívurnar brugðust ókvæða við í dag og sögðu gagnrýnina viðbjóð og að RÚV ætti að gera betur.

Virtust LXS-stúlkurnar sérstaklega ósáttar með að í gagnrýninni hafi Salvör skrifað eftirfarandi:

Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu.

Eða ef Magnea myndi í einstaklingsviðtölunum kalla Ínu Maríu heimska mellu fyrir að hafa hellt áfengum drykk yfir hausinn á henni í sundlauginni í öðrum þætti. Sunneva Einars færi í matarboð til tengdaföður síns, Bjarna Ben, þar sem kæmi í ljós að B. eldri væri ekki par sáttur við starfssvið tengdadótturinnar, hann myndi jafnvel kalla hana druslu eftir einum of mörg hvítvínsglös með humrinum. Benni litli og Sunneva yfirgæfu veisluna með tárin í augunum.

Hafa ber í huga að ofangreint tilvitnun var sett fram í því skyni að benda á að þættirnir séu að mati Salvarar lítið spennandi og ekki í takti við þá dramatík sem má finna í raunveruleikasjónvarpi erlendis. Kom Salvör með þá tilgátu að líklega væru LXS-stelpurnar með of mikið viðskiptavit og menntun til að fara „að skandalisera í sjónvörpum landsmanna“, tilvitnunin hér að ofan var lögð fram í dæmaskyni um hvað landsmenn gætu haft væntingar um ef raunveruleikaþættir LXS-stelpnanna væru í takti við erlendar hliðstæður sínar.

LXS-stelpurnar nefndu í gagnrýni sinni á gagnrýni Salvarar að það væri leitt að sjá konu rakka niður aðrar konur „til að upphefja sjálfa sig“.

Sjá einnig:  LXS-dívurnar hjóla í RÚV vegna gagnrýni um raunveruleikaþáttinn – „Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið“

Þessi viðbrögð LXS-stelpnanna hafa vakið viðbrögð á Twitter þar sem gagnrýni LXS-stúlknanna á gagnrýni Salvarar er harðlega gagnrýnd.

Mega konur ekki skrifa gagnrýni?

Falið sig á bak við femínisma

Áhrifavaldurinn Birta Líf Ólafsdóttir furðaði sig á því á Twitter að meðlimir Öfga væru ekki að verja LXS-stelpurnar í þessu máli. „Jæja okey, ég er þá bara að misskilja aðgerðarhópinn Öfga, hélt að róttækir femínistar væru akkúrat fólkið sem að styðja alla kvenmenn og myndu ekki skemmta sér af grein þar sem talað er niður til þeirra, ég sleppi bara leikfimisæfingunni.“

Gagnrýni Salvarar virðist svo hafa fengið góðar undirtektir á Twitter, þar sem fólki fannst hún hressandi og hnyttin. Eins hafa margir bent á að eðli gagnrýni sé einmitt sú að gagnrýna afþreyingu sem slíka, og þurfi ekki að túlka slíkt sem persónuárás.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“