Fallegur og bjartur sumarbústaður í Bláskógabyggð er til sölu. Húsið var byggt árið 2018 og er tæplega 100 fermetrar að stærð. Húsið er skráð 84,5 fermetrar og geymsla 15 fermetrar.
Á pallinum er heitur og kaldur pottur og skjólveggir.
Afar víðsýnt er úr eigninni sem liggur við Tungufljót og má sjá Bláfell til austurs og Jarlhettur.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.