fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Brynja Dan og Jóhann eru nýtt par

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. september 2022 08:33

Brynja Dan. Mynd/Aldís Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er komin á fast. Samkvæmt heimildum DV er sá heppni Garðbæingurinn Jóhann Sveinbjörnsson.

Turtildúfurnar eru staddar í Barcelona um þessar mundir að spóka sig í sólinni.

Hún opinberaði sambandið fyrir stuttu á Instagram og skrifaði með færslunni: „Minn.“ Mynd/Instagram/@brynjadan

Brynja Dan er bæjarfulltrúi Garðabæjar og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík í fyrra og skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í þingkosningunum í fyrra.

Hún hefur einnig getið sér gott orð í íslensku viðskiptalífi og er einn eigandi Extraloppunnar í Smáralindinni. Auk þess nýtur hún mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með yfir nítján þúsund fylgjendur á Instagram.

Brynja stendur einnig á bak við 1111.is, vefsíðu sem heldur úti tilboðum á degi einhleypra, og hefur gert það undanfarin átta ár.

Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum.

Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug