fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Tobba lýsir ömurlegum veikindum dóttur sinnar í kjölfar þess að bóluefni kláraðist – Endaði í einangrun uppi á barnaspítala

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. september 2022 13:35

Tobba Marinós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og fjölmiðlakonan Tobba Marinós lýsir hörmulegum veikindum sem dóttir hennar, Ronja, þurfti að upplifa eftir að hafa smitast af hlaupabólu. Tobba og eiginmaður hennar, Karl Sigurðsson, höfðu reynt að fá barnið bólusett í vor en það hafi ekki gengið eftir því bóluefnið var búið hérlendis. Frá þessum hrakförum greinir Tobba í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Í greininni upplýsir Tobba um að bólusetning við hlaupabólu hafi hafist hérlendis í byrjun árs 2020 og náð til barna sem fæddust árið 2019 og síðar.  Eldri dóttir mín er fædd 2014 svo við hjónin keyptum sjálf bóluefni og létum bólusetja hana eftir ábendingu frá vinkonu.

„Svo liðu árin. Ronja fæddist í október 2018 og fékk því ekki „sjálfkrafa“ boð í bólusetningu. Þegar við hjónin áttuðum okkur á því reyndum við að bóka í bólusetningu síðasta vor en þá var ekki til bóluefni. Það var eins og við manninn mælt – nokkrum vikum eftir að ég fór að leita að bóluefni fékk Ronja hlaupabólu,“ skrifar Tobba.

Gat ekki legið vegna sára

Hún segir að það sé ömurð að bólusetningin hafi ekki verið komið fyrr inn í kerfið og lýsir ömurlegum veikindum dóttur sinnar í kjölfarið. „Barnið fékk um hundrað blöðrur. Undir fæturna, milli fingra, í augnkrókana, hársvörð og nárann. Hún gat engan veginn legið vegna sára. Hún fór tvisvar á heilsugæsluna og endaði með sýkingu uppi á barnaspítala – einangruð, því hlaupabóla er mjög smitandi,“ skrifar Tobba.

Barnið hafi þurft sýklalyf, grátið nótt eftir nótt og hríðhorast á meðan veikindunum stóð. Nú mörgum mánuðum seinna er Ronja litla enn með holur og ör eftir sárin.

Sýklalyf, sár grátur nótt eftir nótt, hún hríðhoraðist og nú mörgum mánuðum seinna er hún enn með holur og ör eftir sárin.

„Þessi veikindi tóku þrjár vikur. Sparnaðurinn fyrir kerfið við að bólusetja ekki fyrr en 2019 er einhver – en hvað ætli þetta spítalabrölt okkar hafi kostað, fyrir utan sársaukann? Ég hef verið temmilega mikið með þetta á heilanum síðan og spyr því, í tíma og ótíma, ókunnuga í sundi og á róló: „Jii, hvað hún er skemmtilegt barn. Hvenær er hún fædd? Já, 2018. Einmitt. Er hún bólusett við hlaupabólu?“,“ skrifar Tobba.

Hún segist krossa fingur og segist vona að hún er þessu máli verð bætti og hægt verði að hlífa sem flestum börnum við þessum andstyggilegu og óþarfa veikindum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda