fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fókus

90 hlupu í fyrsta hundahlaupinu – Líf og fjör

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 26. ágúst 2022 09:32

Fyrsta hundahlaup sinnar tegundar fór fram á Seltjarnarnesi í gær og þátttakan var langt fram úr væntingum. Gleðin var við völd og stemningin alveg frábær í alla staði. MYNDIR/HAFSTEINN SNÆR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sést á andlitum þátttakenda að þetta var stórkostlegt hlaup!‟ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og einn skipuleggja Hundahlaups UMFÍ og Non-stop dogwear sem fram fór í fyrsta sinn síðdegis í dag.

Rúmlega 90 skælbrosandi þátttakendur á öllum aldri hlupu með hundum sínum af öllum stærðum í rjómablíðunni á grasflötinni ofan við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi. Ræst var út með einnar mínútu millibili og því gekk hlaupið afar hratt fyrir sig.

Í boði voru tvær hlaupaleiðir, 2 kílómetra og 5 kílómetra hlaup. Hlauparar í 5 kílómetra hlaupi voru ræstir fyrstir í nokkrum hollum en síðan hinir.

Hundahlaupið markar tímamót því þetta er fyrsta skiptið sem íþróttahreyfingin og hundaeigendur snúa bökum saman og standa að skemmtilegum viðburði. Hundahlaupið tókst afar vel og mál manna að það verði að endurtaka.

Hundahlaup UMFÍ og Non-stop dogwear er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmælis UMSK.

Það var svo sannarlega líf og fjör í fyrsta hundablaupinu sem haldið hefur verið eins og neðangreind myndasyrpan sýnir:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“
Fókus
Í gær

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gellur landsins í trylltu stuði

Gellur landsins í trylltu stuði