Stjörnukírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, kallaður Gummi Kíró, sýndi frá rosalegum vínskáp sínum á Instagram í gærkvöldi.
Gummi er mikill áhugamaður um vín og hefur áður deilt ástríðu sinni með fylgjendum á Instagram.
Sjá einnig: Svona er Gummi Kíró í „aðeins of mörgum glösum“
Í gærkvöldi grillaði hann kjöt og paraði að sjálfsögðu réttinn með rauðvíni. Hann birti myndband af vínskáp sínum, sem er óhætt að segja sé glæsilegur og stútfullur af rauðvíni, almennilegu rauðvíni ef marka má smekk kírópraktorsins.
Í febrúar nefndi hann þrjú bestu vínin sem hann hefur smakkað segir hann: „Sassicaia 2008, Gaia Dragomis 2012, Solaia 2006.“
Vínflaskan sem hann drakk með matnum í gærkvöldi kostaði rúmar níu þúsund krónur.