Vinkonurnar og athafnakonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sara Lind Pálsdóttir, Anna Sóley Birgisdóttir, Gurrý Jónsdóttir, Hera Gísladóttir og Elísabet Björk eru nú staddar í Barcelona.
Þrjár þeirra eru öflugar í íslenska atvinnulífinu og eiga og reka eigin fyrirtæki. Lína Birgitta er eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line og sólgleraugnamerkisins Moxen Eyewear ásamt kærasta sínum. Sara Lind er eigandi fataverslunarinnar Júník og Anna Sóley er eigandi íþróttavörumerkisins Emory.
Gurrý er snyrtifræðingur og hefur hlotið verðlaun frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir afburða árangur. Elísabet Björk er listakona og starfar á tannlæknastofunni Valhöll og Hera Gísladóttir er heilsumarkþjálfi.
View this post on Instagram
Vinkonurnar hafa verið duglegar að deila frá ferðalaginu á Instagram og virðast vera að njóta sín í botn.