fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Brúðkaup Bennifer um helgina – Sjötta trúlofun og fjórða hjónaband J.Lo

Fókus
Mánudaginn 22. ágúst 2022 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjörnurnar Jennifer Lopez og Ben Affleck héldu þriggja daga brúðkaupsvíslu í Georgíu í Bandaríkjunum um helgina. Hjónin giftu sig í júlí en fögnuðu ástinni með fjölskyldu og vinum um helgina. 

Nýbökuðu hjónin tóku saman aftur í fyrra eftir um sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í byrjun 2004.

Lífsstílsgúrúinn og rithöfundurinn Jay Shetty gaf þau saman og var gestalistinn stjörnum prýddum, meðal gesta voru leikarinn Matt Damon og leikstjórinn Kevin Smith.

Ben var áður giftur leikkonunni Jennifer Garner og eiga þau saman þrjú börn, Violet, 16 ára, Seraphina, 13 ára, og Samuel, 10 ára.

Jennifer á tvíbura með fyrrverandi eiginmanni sínum Marc Anthony, þau Max og Emmu, 14 ára.

Söng- og leikkonan hefur verið trúlofuð samtals sex sinnum og gift núna fjórum sinnum. Hér að neðan má líta yfir sambandssögu J.Lo.

Eiginmaður nr. 1: Ojani Noa

J.Lo og Ojani giftust árið 1997 og skildu tæplega ári síðar. Ojani var þjónn áður en hann varð veitingamaður.

Eiginmaður nr. 2: Chris Judd

Söngkonan og fyrrum dansari hennar giftust 2001. Þau hættu saman tæplega ári síðar og skildu alveg í janúar 2003.

Unnusti nr. 3: Ben Affleck

Jennifer Lopez og Ben Affleck byrjuðu saman 2002. Í nóvember sama ár fór leikarinn á skeljarnar. Þau ætluðu að giftast 14. september 2003 en fjórum dögum áður hætti Ben við. Hann sagði ástæðuna vera „óhóflega fjölmiðla athygli.“  Nokkrum mánuðum síðar hætti parið saman.

Eiginmaður nr. 3: Marc Anthony

Söngvararnir giftu sig árið 2004 og hættu saman árið 2011. Þau skildu alveg 2014. Þau eiga saman tvíburana Max og Emmu, 11 ára.

Unnusti nr. 5: Alex Rodriguez

Parið byrjaði saman í febrúar 2017. Þau trúlofuðu sig 9. mars 2019 en greindu frá sambandsslitunum í apríl 2021.

Eiginmaður nr. 4: Ben Affleck

Jennifer og Ben, eða Bennifer eins og parið hefur verið kallað, byrjuðu að stinga saman nefjum á ný eftir að hún og Alex hættu saman. Aðdáendur tóku ástarfundi þeirra fagnandi, Íslendingar til að mynda tjáðu gleði sína um það á Twitter.

Þau gengu í það heilaga í júlí 2022 en héldu upp á það um helgina umkringd fjölskyldu og vinum.

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“