Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný Karlsdóttir var tekjuhæst íslenskra söngkvenna í fyrra. Jóhanna Guðrún er næst á lista og Salka Sól þar á eftir.
Svala Björgvinsdóttir var rétt undir 200 þúsund krónum á mánuði miðað við greitt útsvar 2021 og Birgitta Haukdal – sem er einnig rithöfundur – með um 187 þúsund krónur á mánuði. Karíókí-drottningin Þórunn Antonía var með um 418 þúsund krónur í mánuði og hin ástsæla Bríet var með um 216 þúsund krónur í laun á mánuði.
Upplýsingarnar byggjast á greiddu útsvari og ekki er útilokað að söngkonurnar fái fjármagnstekjur í gegnum fyrirtæki sín eða félög. Það er líka vert að að setja tekjurnar í samhengi við Covid en heimsfaraldurinn hefur haft slæm áhrif á tekjuöflun listamanna.
Sjá einnig: Herra Hnetusmjör með rúmlega áttföld laun Arons Can – Gísli Pálmi tekjulaus annað árið í röð
Skoðaðu listann yfir tekjur tónlistarkvennanna hér að neðan.
Guðrún Árný Karlsdóttir 848.015 kr. á mánuði.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir 624.078 kr. á mánuði.
Salka Eyfeld Hjálmarsdóttir (Salka Sól) 501.726 kr. á mánuði.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir 418.642 kr. á mánuði.
Ragnheiður Gröndal 372.480 kr. á mánuði.
Hera Björk Þórhallsdóttir 366.328 kr. á mánuði.
Regína Ósk Óskarsdóttir 340.822 kr. á mánuði.
Klara Ósk Elíasdóttir 336.999 kr. á mánuði.
Guðrún Ýr. E. Jóhannesdóttir (GDRN) 336.458 kr. á mánuði.
Bríet Ísis Elfar 216.722 kr. á mánuði.
Svala Björgvinsdóttir 196.238 kr. á mánuði.
Birgitta Haukdal 187.185 kr. á mánuði.
Sara Pétursdóttir (Glowie) 141.199 kr. á mánuði.